Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku Magnús Halldórsson skrifar 18. febrúar 2012 00:30 Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur andmælarétt til lok dags á mánudaginn, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar FME um að segja honum upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tilkynnti Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, Gunnari fyrir hönd stjórnarinnar um þá ákvörðun að segja honum upp störfum, og bauð honum að gera það í sátt við hann. Það var Gunnar ekki tilbúinn til þess að gera, og í kjölfar formlegrar beiðni lögmanns Gunnars, Skúla Bjarnasonar hrl., um frekari rökstuðning fyrir ákvörðuninni, varð úr að Gunnar fengi frest til lok dags á mánudag, til þess að andmæla ákvörðuninni með lagalegum rökum. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var ákvörðun stjórnar FME tekin eftir að Ástráður Haraldsson hrl. og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi höfðu skilað skýrslu til stjórnar FME um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum, þegar hann starfaði hjá Landsbankanum, og hæfi hans til þess að gegna starfi forstjóra. Með Aðalsteini í stjórn Fjármálaeftirlitsins sitja Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Andri Árnason hrl. hafði í tvígang verið fenginn til þess að meta hæfi Gunnars, eftir að upplýsingar komu fram, m.a. í Kastljósi RÚV, þess efnis að hann hefði komið að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á þeim tíma er hann starfaði þar, sem var á árunum 1991 til 2003. Ástráður og Ásbjörn voru síðan fengnir til þess að fara yfir síðara mat Andra, og draga fram nýjar upplýsingar eftir því sem þörf var á. Gunnar var ráðinn forstjóri FME 3. apríl 2009 og var þá valinn úr hópi 19 umsækjenda. Frekari upplýsingar um málið koma hér inn á Vísi eftir því sem upplýsingar um málið beras Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur andmælarétt til lok dags á mánudaginn, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar FME um að segja honum upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tilkynnti Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, Gunnari fyrir hönd stjórnarinnar um þá ákvörðun að segja honum upp störfum, og bauð honum að gera það í sátt við hann. Það var Gunnar ekki tilbúinn til þess að gera, og í kjölfar formlegrar beiðni lögmanns Gunnars, Skúla Bjarnasonar hrl., um frekari rökstuðning fyrir ákvörðuninni, varð úr að Gunnar fengi frest til lok dags á mánudag, til þess að andmæla ákvörðuninni með lagalegum rökum. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var ákvörðun stjórnar FME tekin eftir að Ástráður Haraldsson hrl. og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi höfðu skilað skýrslu til stjórnar FME um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum, þegar hann starfaði hjá Landsbankanum, og hæfi hans til þess að gegna starfi forstjóra. Með Aðalsteini í stjórn Fjármálaeftirlitsins sitja Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Andri Árnason hrl. hafði í tvígang verið fenginn til þess að meta hæfi Gunnars, eftir að upplýsingar komu fram, m.a. í Kastljósi RÚV, þess efnis að hann hefði komið að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á þeim tíma er hann starfaði þar, sem var á árunum 1991 til 2003. Ástráður og Ásbjörn voru síðan fengnir til þess að fara yfir síðara mat Andra, og draga fram nýjar upplýsingar eftir því sem þörf var á. Gunnar var ráðinn forstjóri FME 3. apríl 2009 og var þá valinn úr hópi 19 umsækjenda. Frekari upplýsingar um málið koma hér inn á Vísi eftir því sem upplýsingar um málið beras
Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08