Erlend kvikmyndaverkefni velta milljörðum hérlendis Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. ágúst 2012 20:46 Russell Crowe í hlutverki Noah, en myndin var tekin upp hérlendis í sumar. Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira