Íslensk stjórnvöld hafa náð samkomulagi við Alþjóðabankann um samstarf á sviði jarðhitaverkefna í Afríku. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir samkomulagið geta orðið vísi að afar mikilvægu framlagi Íslands til þróunarstarfs.
Samkomulagið sem utanríkisráðuneytið hefur gert við Alþjóðabankann byggir á því að hraða jarðhitavæðingu í Austur Afríku sigdalnum svokallaða, en þar liggja þrettán ríki, þar á meðal Djíbútí, Eþíópía og Kenýa, sem öll glíma við veika innviði, meðal annars vegna orkuskorts.
Áætlað er að jarðhitaauðlindir á svæðinu geti gefið af sér 14 þúsund megavött af raforku, sem gæti dugað fyrir orkunotkun allt að 150 milljóna manna sem búa á þessu svæði. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir samkomulagið sögulegt.
Íslensk sérfræðiþekking, meðal annars á sviði verkfræði, jarðfræði og tæknigreina af ýmsu tagi, verður uppistaðan í þessari vinnu, en heildarumfang þessara verkefna, til framtíðar litið, er metið í tugum milljarða króna til framtíðar litið.
Semja við Alþjóðabankann um jarðhitavæðingu í Afríku
Magnús Halldórsson skrifar
Mest lesið

Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri
Viðskipti innlent

Risinn sem var of stór til að falla er fallinn
Viðskipti erlent

Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play
Viðskipti innlent

Þrjú ráðin til Landsbyggðar
Viðskipti innlent



Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent

Skattakóngurinn flytur úr landi
Viðskipti innlent

Gunnar Ágúst til Dineout
Viðskipti innlent
