Viðræður hafnar um að lengja í skuldabréfi Landsbankans 14. nóvember 2012 18:30 Viðræður um að lengja í lánum nýja landsbankans gagnvart þrotabúi gamla Landsbankans eru hafnar og vonast Már Guðmundsson seðlabankastjóri til þess að áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf verði eytt. Hann segir að útgreiðslur til kröfuhafa gömlu bankanna muni ekki fara fram nema að fjármálastöðugleiki sé að fullu tryggður. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að staða íslenska þjóðarbússins hafi breyst mjög til batnaðar frá hruni fjármálakerfisins fyrir rúmum fjórum árum, og þar hafi aðgerðir í ríkisfjármálum ekki síst skipt máli. Hann segir þó að enn sé fyrir hendi vandamál sem mikilvægt sé að leysa, ekki síst er snúa að greiðslujöfnuði landsins, það er fjárflæði til og frá landinu, frekar en skuldastöðunni sem sé viðráðanlegri. „Ef við myndum hleypa öllu út, þá sérstaklega aflandskrónunum sem eru hlut af okkar skuld vegna þess að þær eru kröfur aðallega á ríkissjóð, þá hefði það alvarleg áhrif á gengisstöðugleika og að einhverju leyti á fjármálastöðugleika. Það er vandinn," segir Már. Már segir að þegar séu hafnar viðræður við kröfuhafa um gjaldeyrisskuld nýja Landsbankans við þrotabú gamla Landsbankans, en gert er ráð fyrir að bankinn þurfi að greiða þrotabúinu að meðaltali 72 milljarða á ári í fjögur ár eftir árið 2014. Már segir að nauðsynlegt sé að endursemja um þessa greiðslubyrði. „Hún getur orðið nokkuð þung, sérstaklega eftir árin 2014 þegar kemur að skuldabréfi milli nýja og gamla Landsbankans, þar sem er verið að greiða niður skuldir of hratt að okkar mati, og það þarf að lengja í því. Það eru hafnar viðræður um þetta skuldabréf, og ég er vongóður um það að það náist góð niðurstaða í það, og það verði lengt verulega í því," segir Már. Már segir ennfremur að nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings verði ekki samþykktir nema að uppfylltum skilyrðum. Við munum ekki samþykkja eitt eða neitt nema að það sé búið að búa um hnútana þannig að okkar greiðslujafnaðarvandi, ekki skuldavanti, aukist ekki," segir Már. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Viðræður um að lengja í lánum nýja landsbankans gagnvart þrotabúi gamla Landsbankans eru hafnar og vonast Már Guðmundsson seðlabankastjóri til þess að áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf verði eytt. Hann segir að útgreiðslur til kröfuhafa gömlu bankanna muni ekki fara fram nema að fjármálastöðugleiki sé að fullu tryggður. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að staða íslenska þjóðarbússins hafi breyst mjög til batnaðar frá hruni fjármálakerfisins fyrir rúmum fjórum árum, og þar hafi aðgerðir í ríkisfjármálum ekki síst skipt máli. Hann segir þó að enn sé fyrir hendi vandamál sem mikilvægt sé að leysa, ekki síst er snúa að greiðslujöfnuði landsins, það er fjárflæði til og frá landinu, frekar en skuldastöðunni sem sé viðráðanlegri. „Ef við myndum hleypa öllu út, þá sérstaklega aflandskrónunum sem eru hlut af okkar skuld vegna þess að þær eru kröfur aðallega á ríkissjóð, þá hefði það alvarleg áhrif á gengisstöðugleika og að einhverju leyti á fjármálastöðugleika. Það er vandinn," segir Már. Már segir að þegar séu hafnar viðræður við kröfuhafa um gjaldeyrisskuld nýja Landsbankans við þrotabú gamla Landsbankans, en gert er ráð fyrir að bankinn þurfi að greiða þrotabúinu að meðaltali 72 milljarða á ári í fjögur ár eftir árið 2014. Már segir að nauðsynlegt sé að endursemja um þessa greiðslubyrði. „Hún getur orðið nokkuð þung, sérstaklega eftir árin 2014 þegar kemur að skuldabréfi milli nýja og gamla Landsbankans, þar sem er verið að greiða niður skuldir of hratt að okkar mati, og það þarf að lengja í því. Það eru hafnar viðræður um þetta skuldabréf, og ég er vongóður um það að það náist góð niðurstaða í það, og það verði lengt verulega í því," segir Már. Már segir ennfremur að nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings verði ekki samþykktir nema að uppfylltum skilyrðum. Við munum ekki samþykkja eitt eða neitt nema að það sé búið að búa um hnútana þannig að okkar greiðslujafnaðarvandi, ekki skuldavanti, aukist ekki," segir Már.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira