Viðskipti innlent

Útlánasafn Arion banka ekki ofmetið að mati FME

Niðurstöður vettvangskönnunnar Fjármálaeftirlitsins (FME) á útlánasafni Arion banka fyrr í ár eru að bókfært virði safnsins sé ekki ofmetið.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins en þar kemur fram að könnunin beindist að virðismati á lánum bankans eins og þau stóðu á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Fram kemur að könnunin náði til 43% af fyrirtækjalánum bankans.

„Fjármálaeftirlitið setti fram ábendingar og gerði athugasemdir við verklag bankans við virðismat, upplýsingamiðlun innan bankans, skjalagerð, gagnaöflun og skráningu upplýsinga. Innri endurskoðun bankans var falið að gera grein fyrir úrbótum bankans vegna athugasemda og ábendinga Fjármálaeftirlitsins fyrir lok september síðastliðins," segir á vefsíðunni.

„Niðurstaða innri endurskoðunar var sú að Arion banki hf. hefði í aðalatriðum brugðist við öllum ábendingum og athugasemdum eftirlitsins. Enn er þó unnið að úrbótum innan bankans. Mun því starfi ljúka á næstu mánuðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×