Viðbrögðin verða ljós á næstunni Höskuldur Kári Schram skrifar 12. nóvember 2012 13:31 Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbankans. Mynd/ Valli. Bankastjóri Landsbankans segir að það muni skýrast á næstu dögum hvernig bankinn muni bregðast við dómi héraðsdóms sem komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku um að óheimilt sé að endurreikna vexti gengistryggðs bílaláns afturvirkt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka að bankanum væri óheimilt að reikna afturvirka vexti á gengistryggðu láni í samræmi við hins svokölluðu Árna Páls lög. Landsbankinn og Lýsing hafi litið svo á niðurstaða Hæstaréttar eigi einungis við húsnæðislán eða langtímalán en ekki styttri lán eins og t.d. bílalán. Héraðsdómur Reykjavíkur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að dómur Hæstaréttar eigi einnig við um bílalán. Fulltrúar Landsbankans og Lýsingar gengu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að gera grein fyrir sinni afstöðu í málinu. Fréttastofa náði tali af Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, að loknum nefndarfundi í morgun. „Við erum að skoða það. málið er að þessi dómur sem féll í síðustu viku er ekki einn af þessum ellefu málum sem menn hafa verið að tala um að þyrfti að setja fram til þess að fá botn í málið. Þetta er að stofninum til eldra mál, þannig að menn komu ekki málsatriðum að sem menn hafa séð kannski ástæðu til að gera í framhaldi af hæstaréttardómum á þessu ári," segir hann. Steinþór segir að þetta muni skýrast á næstunni. „Við erum byrjaðir að endurreikna. Við byrjuðum á lengstu lánunum og síðan er ætlunin að vinna sig í gegnum safnið smátt og smátt. En stærstu hagsmunir fyrir viðskiptavini eru í lengstu lánunum og þar munum við byrja. þetta er gríðarlegur fjöldi hjá okkur sem gæti verið til endurútreiknings og þótt við værum öll að vilja gerð þá vinnst það ekki á stuttum tíma. Við þurfum að byrja, forgangsraða og vinna okkur í gegnum þetta þannig að við erum byrjuð á langtímalánunum og svo skýrist myndin eftir því sem tíminn líður," segir hann. Hann segir því miklar líkur á því að það sama mun gegna um skammtímalánin og langtímalánin. Hins vegar sé ekki gott að segja til um það hvenær endurútreikningur lánanna muni hefjast. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir að það muni skýrast á næstu dögum hvernig bankinn muni bregðast við dómi héraðsdóms sem komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku um að óheimilt sé að endurreikna vexti gengistryggðs bílaláns afturvirkt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka að bankanum væri óheimilt að reikna afturvirka vexti á gengistryggðu láni í samræmi við hins svokölluðu Árna Páls lög. Landsbankinn og Lýsing hafi litið svo á niðurstaða Hæstaréttar eigi einungis við húsnæðislán eða langtímalán en ekki styttri lán eins og t.d. bílalán. Héraðsdómur Reykjavíkur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að dómur Hæstaréttar eigi einnig við um bílalán. Fulltrúar Landsbankans og Lýsingar gengu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að gera grein fyrir sinni afstöðu í málinu. Fréttastofa náði tali af Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, að loknum nefndarfundi í morgun. „Við erum að skoða það. málið er að þessi dómur sem féll í síðustu viku er ekki einn af þessum ellefu málum sem menn hafa verið að tala um að þyrfti að setja fram til þess að fá botn í málið. Þetta er að stofninum til eldra mál, þannig að menn komu ekki málsatriðum að sem menn hafa séð kannski ástæðu til að gera í framhaldi af hæstaréttardómum á þessu ári," segir hann. Steinþór segir að þetta muni skýrast á næstunni. „Við erum byrjaðir að endurreikna. Við byrjuðum á lengstu lánunum og síðan er ætlunin að vinna sig í gegnum safnið smátt og smátt. En stærstu hagsmunir fyrir viðskiptavini eru í lengstu lánunum og þar munum við byrja. þetta er gríðarlegur fjöldi hjá okkur sem gæti verið til endurútreiknings og þótt við værum öll að vilja gerð þá vinnst það ekki á stuttum tíma. Við þurfum að byrja, forgangsraða og vinna okkur í gegnum þetta þannig að við erum byrjuð á langtímalánunum og svo skýrist myndin eftir því sem tíminn líður," segir hann. Hann segir því miklar líkur á því að það sama mun gegna um skammtímalánin og langtímalánin. Hins vegar sé ekki gott að segja til um það hvenær endurútreikningur lánanna muni hefjast.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun