Segir ágætis árangur hafa náðst með sínum lögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2012 11:46 Árni Páll Árnason er ánægður með lögin sem eru við hann kennd. Mynd/ Óskar. Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að vaxtalög sem samþykkt voru árið 2010 og eru kennd við hann sjálfan hafi gengið eins langt og hægt hafi verið. „Þau tóku ekki rétt af nokkrum manni, enda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi," segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni í tilefni dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Lögmaður Borgarbyggðar segir að með þessu sé lögunum, sem sett voru í tíð Árna Páls hrundið. Efnisleg niðurstaða dómsins var sú að ekki má reikna vexti á ólöglegum gengistryggðum lánum afturvirkt. Árni Páll segir að alltaf hefði þurft að koma til dómstóla til að fá fram þá niðurstöðu sem dómstólar eru nú að dæma. „Ríkið bakaði sér ekki skaðabótaskyldu með setningu laganna. Lögin tryggðu hins vegar öllum heimilum sama rétt og sumum heimilum hafði verið dæmdur. Þannig eru þúsundir heimila nú laus við gengistryggð lán vegna þessara laga, sem þau hefðu ella setið uppi með. Þau tryggðu líka uppgjör innan mjög skamms tíma og leystu úr margvíslegum álitamálum. Það er erfitt að sjá hvað löggjafinn hefði getað gert öðruvísi. Hann hefði ekki getað útfært þá reglu um rétt á grundvelli fullnaðarkvittana sem Hæstiréttur byrjaði að marka með nýjum meirihluta dómsins í febrúar og er nú að útfæra og mun þurfa einhvern tug annarra mála til að afmarka til fulls," segir Árni Páll. Hann segir að löggjafinn hefði hins vegar getað valið að gera ekkert. Þá væru allir gengislánaþegar enn að bíða eftir uppgjörum og margir þeirra - þeir óheppnu - fastir í sínum lánum. „Eigandi bíls sem hefði yfirtekið lán myndi njóta endurgreiðslu til fulls, en fyrri eigandi myndi sitja eftir með sárt ennið. Svona mætti lengi telja. Væri það betri staða?" segir Árni Páll. „Þegar öllu er á botninn hvolft voru lögin hóflegt og skynsamlegt inngrip sem leystu vanda fjölda fólks að fullu en sumra að hluta, flýttu uppgjörum en forðuðu okkur frá því að baka ríkissjóði bótaskyldu gagnvart bönkum. Það er ágætis árangur," segir Árni Páll að lokum. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að vaxtalög sem samþykkt voru árið 2010 og eru kennd við hann sjálfan hafi gengið eins langt og hægt hafi verið. „Þau tóku ekki rétt af nokkrum manni, enda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi," segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni í tilefni dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Lögmaður Borgarbyggðar segir að með þessu sé lögunum, sem sett voru í tíð Árna Páls hrundið. Efnisleg niðurstaða dómsins var sú að ekki má reikna vexti á ólöglegum gengistryggðum lánum afturvirkt. Árni Páll segir að alltaf hefði þurft að koma til dómstóla til að fá fram þá niðurstöðu sem dómstólar eru nú að dæma. „Ríkið bakaði sér ekki skaðabótaskyldu með setningu laganna. Lögin tryggðu hins vegar öllum heimilum sama rétt og sumum heimilum hafði verið dæmdur. Þannig eru þúsundir heimila nú laus við gengistryggð lán vegna þessara laga, sem þau hefðu ella setið uppi með. Þau tryggðu líka uppgjör innan mjög skamms tíma og leystu úr margvíslegum álitamálum. Það er erfitt að sjá hvað löggjafinn hefði getað gert öðruvísi. Hann hefði ekki getað útfært þá reglu um rétt á grundvelli fullnaðarkvittana sem Hæstiréttur byrjaði að marka með nýjum meirihluta dómsins í febrúar og er nú að útfæra og mun þurfa einhvern tug annarra mála til að afmarka til fulls," segir Árni Páll. Hann segir að löggjafinn hefði hins vegar getað valið að gera ekkert. Þá væru allir gengislánaþegar enn að bíða eftir uppgjörum og margir þeirra - þeir óheppnu - fastir í sínum lánum. „Eigandi bíls sem hefði yfirtekið lán myndi njóta endurgreiðslu til fulls, en fyrri eigandi myndi sitja eftir með sárt ennið. Svona mætti lengi telja. Væri það betri staða?" segir Árni Páll. „Þegar öllu er á botninn hvolft voru lögin hóflegt og skynsamlegt inngrip sem leystu vanda fjölda fólks að fullu en sumra að hluta, flýttu uppgjörum en forðuðu okkur frá því að baka ríkissjóði bótaskyldu gagnvart bönkum. Það er ágætis árangur," segir Árni Páll að lokum.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent