Segir ágætis árangur hafa náðst með sínum lögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2012 11:46 Árni Páll Árnason er ánægður með lögin sem eru við hann kennd. Mynd/ Óskar. Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að vaxtalög sem samþykkt voru árið 2010 og eru kennd við hann sjálfan hafi gengið eins langt og hægt hafi verið. „Þau tóku ekki rétt af nokkrum manni, enda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi," segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni í tilefni dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Lögmaður Borgarbyggðar segir að með þessu sé lögunum, sem sett voru í tíð Árna Páls hrundið. Efnisleg niðurstaða dómsins var sú að ekki má reikna vexti á ólöglegum gengistryggðum lánum afturvirkt. Árni Páll segir að alltaf hefði þurft að koma til dómstóla til að fá fram þá niðurstöðu sem dómstólar eru nú að dæma. „Ríkið bakaði sér ekki skaðabótaskyldu með setningu laganna. Lögin tryggðu hins vegar öllum heimilum sama rétt og sumum heimilum hafði verið dæmdur. Þannig eru þúsundir heimila nú laus við gengistryggð lán vegna þessara laga, sem þau hefðu ella setið uppi með. Þau tryggðu líka uppgjör innan mjög skamms tíma og leystu úr margvíslegum álitamálum. Það er erfitt að sjá hvað löggjafinn hefði getað gert öðruvísi. Hann hefði ekki getað útfært þá reglu um rétt á grundvelli fullnaðarkvittana sem Hæstiréttur byrjaði að marka með nýjum meirihluta dómsins í febrúar og er nú að útfæra og mun þurfa einhvern tug annarra mála til að afmarka til fulls," segir Árni Páll. Hann segir að löggjafinn hefði hins vegar getað valið að gera ekkert. Þá væru allir gengislánaþegar enn að bíða eftir uppgjörum og margir þeirra - þeir óheppnu - fastir í sínum lánum. „Eigandi bíls sem hefði yfirtekið lán myndi njóta endurgreiðslu til fulls, en fyrri eigandi myndi sitja eftir með sárt ennið. Svona mætti lengi telja. Væri það betri staða?" segir Árni Páll. „Þegar öllu er á botninn hvolft voru lögin hóflegt og skynsamlegt inngrip sem leystu vanda fjölda fólks að fullu en sumra að hluta, flýttu uppgjörum en forðuðu okkur frá því að baka ríkissjóði bótaskyldu gagnvart bönkum. Það er ágætis árangur," segir Árni Páll að lokum. Mest lesið Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að vaxtalög sem samþykkt voru árið 2010 og eru kennd við hann sjálfan hafi gengið eins langt og hægt hafi verið. „Þau tóku ekki rétt af nokkrum manni, enda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi," segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni í tilefni dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Lögmaður Borgarbyggðar segir að með þessu sé lögunum, sem sett voru í tíð Árna Páls hrundið. Efnisleg niðurstaða dómsins var sú að ekki má reikna vexti á ólöglegum gengistryggðum lánum afturvirkt. Árni Páll segir að alltaf hefði þurft að koma til dómstóla til að fá fram þá niðurstöðu sem dómstólar eru nú að dæma. „Ríkið bakaði sér ekki skaðabótaskyldu með setningu laganna. Lögin tryggðu hins vegar öllum heimilum sama rétt og sumum heimilum hafði verið dæmdur. Þannig eru þúsundir heimila nú laus við gengistryggð lán vegna þessara laga, sem þau hefðu ella setið uppi með. Þau tryggðu líka uppgjör innan mjög skamms tíma og leystu úr margvíslegum álitamálum. Það er erfitt að sjá hvað löggjafinn hefði getað gert öðruvísi. Hann hefði ekki getað útfært þá reglu um rétt á grundvelli fullnaðarkvittana sem Hæstiréttur byrjaði að marka með nýjum meirihluta dómsins í febrúar og er nú að útfæra og mun þurfa einhvern tug annarra mála til að afmarka til fulls," segir Árni Páll. Hann segir að löggjafinn hefði hins vegar getað valið að gera ekkert. Þá væru allir gengislánaþegar enn að bíða eftir uppgjörum og margir þeirra - þeir óheppnu - fastir í sínum lánum. „Eigandi bíls sem hefði yfirtekið lán myndi njóta endurgreiðslu til fulls, en fyrri eigandi myndi sitja eftir með sárt ennið. Svona mætti lengi telja. Væri það betri staða?" segir Árni Páll. „Þegar öllu er á botninn hvolft voru lögin hóflegt og skynsamlegt inngrip sem leystu vanda fjölda fólks að fullu en sumra að hluta, flýttu uppgjörum en forðuðu okkur frá því að baka ríkissjóði bótaskyldu gagnvart bönkum. Það er ágætis árangur," segir Árni Páll að lokum.
Mest lesið Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent