ViðskiptiNáist samningar milli Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lífeyrissjóðanna og Norðuráls verður lagt upp í gerð Hverahlíðarvirkjunar með svokallaðri verkefnafjármögnun. Selja á orku úr virkjuninni til álvers Norðuráls í Helguvík.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu OR og Norðurál KPMG til þess að leita lausna á þeim hnút sem orkuöflun til virkjunarinnar var komin í.
Í fyrra komst gerðardómur að því að orkusamningar Norðuráls og HS Orku skyldu standa. Hugur OR mun ekki hafa staðið til að fara sömu leið með samninga sína við Norðurál.
KPMG hefur þegar kynnt stjórn OR hvernig ráðast mætti í gerð virkjunarinnar með því að stofna um hana sérstakt félag, sem að stærstum hluta yrði í eigu lífeyrissjóðanna.
Herma heimildir blaðsins að Norðurál sé opið fyrir viðræðum og lífeyrissjóðirnir jákvæðir fyrir fjármögnun.
Síðastliðinn föstudag kynnti svo forstjóri OR málið fyrir sveitarstjórnarmönnum sveitarfélaga sem að OR standa.
Verði af verkefninu gangast Orkuveitan og eigendur hennar ekki í ábyrgðir vegna lána tengdum verkefninu.
Orkuveitan sér hins vegar um byggingu og rekstur virkjunarinnar samkvæmt samningi þar að lútandi. Orkuveitan á jafnframt jarðhitasvæðið, en leigir félaginu nýtingarrétt. - óká
Lífeyrissjóðir fjármagni virkjun

Mest lesið



Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent


Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Verðbólgan hjaðnar á ný
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
