Viðskipti innlent

Tekjurnar af Contraband orðnar 8,7 milljarðar

Ekkert lát er á velgengni Contraband nýjustu myndar Baltasar Kormáks í Bandaríkjunum.

Tekjurnar af Contraband eru nú komnar í 70,4 milljónir dollara eða um 8,7 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðunni boxoffice.com. Myndin kostaði um 25 milljónir dollara í framleiðslu þannig að brúttóhagnaðurinn af henni er kominn í 45 milljónir dollara eða vel yfir 5 milljarða króna.

Contraband gengur vel í bandarískum kvikmyndahúsum þrátt fyrir að tæpur mánuður sé síðan myndin var frumsýnd vestan hafs. Um helgina var Contraband 11. mest sótta myndin í Bandaríkjunum með tekjur upp á tæplega 3,5 milljón dollara.

Hingað til hefur miðasalan í Bandríkjunum skilað rúmlega 62 milljónum dollara í kassann. Miðasala utan Bandaríkjanna er yfir 8 milljónir dollara. Utan Bandaríkjanna hefur Contraband vegnað einna best í Rússlandi þar sem tekjur af henni eru komnar í hátt í 3 milljónir dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×