Vilja taka upp viðræður við ríkið á ný 23. janúar 2012 06:00 Enn hafa ekki verið að fullu slegnar út af borðinu hugmyndir um að lífeyrissjóðir og mögulega aðrir eignist hlut í Landsvirkjun. Hömlur yrðu þó settar á viðskipti með þá eignarhluti. Fréttablaðið/Vilhelm Lífeyrissjóðirnir hafa enn áhuga á viðræðum við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hefur sagt koma til greina að sjóðirnir kæmu að fjármögnun einstakra verkefna gegn því að eignast hlut í Landsvirkjun sem þeir gætu þó ekki verslað með. „Til dæmis ef þeir vildu koma inn með áhættufé. Þeir gætu þá átt hlut og tekið til sín arð," sagði hún í viðtali í Fréttablaðinu. „Hún er þá að tala um einhvers konar B-bréf," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, og kveður lífeyrissjóðina opna fyrir því að hefja að nýju viðræður við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun eða jafnvel öðrum fyrirtækjum í ríkiseigu. Til skoðunar var að lífeyrissjóðirnir keyptu sig inn í Landsvirkjun og slyppu á móti við sérstaka tímabundna skattlagningu, en ekki náðist saman í þeim viðræðum. „En á síðara stigi kom inn í viðræðurnar að skynsamlegt gæti verið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag, sem þá yrði væntanlega með tvenns konar ákvæðum. Annars vegar væri ríkið með eignarhluta og svo hugsanlega aðrir sem væru heftir þannig að þeir gætu aldrei selt nema innbyrðis í sínum hópi," segir Arnar, en áréttar að um þetta hafi ekki farið fram neinar formlegar viðræður. „Auðvitað væru lífeyrissjóðirnir örugglega opnir fyrir þessum möguleika í langtímafjárfestingu. Við gerum okkur grein fyrir því að eins og aðstæður eru þá eru þessir hlutir ekki til sölu, en einhvern tímann verða menn að setjast niður og skoða þessi mál vel," segir hann. „En ríkið ræður því auðvitað alfarið hvort þessar viðræður verða teknar upp eða ekki." Arnar segir hugmyndina allrar skoðunar virði og telur hana kunna að vera hagstæða fyrir alla hlutaðeigandi. Þannig myndi fjármögnun lífeyrissjóða á verkefnum sem rynni til hlutafjáraukningar Landsvirkjunar verða til þess að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins og þar af leiðandi myndu lánakjör þess batna. olikr@frettabladid.is Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir hafa enn áhuga á viðræðum við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hefur sagt koma til greina að sjóðirnir kæmu að fjármögnun einstakra verkefna gegn því að eignast hlut í Landsvirkjun sem þeir gætu þó ekki verslað með. „Til dæmis ef þeir vildu koma inn með áhættufé. Þeir gætu þá átt hlut og tekið til sín arð," sagði hún í viðtali í Fréttablaðinu. „Hún er þá að tala um einhvers konar B-bréf," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, og kveður lífeyrissjóðina opna fyrir því að hefja að nýju viðræður við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun eða jafnvel öðrum fyrirtækjum í ríkiseigu. Til skoðunar var að lífeyrissjóðirnir keyptu sig inn í Landsvirkjun og slyppu á móti við sérstaka tímabundna skattlagningu, en ekki náðist saman í þeim viðræðum. „En á síðara stigi kom inn í viðræðurnar að skynsamlegt gæti verið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag, sem þá yrði væntanlega með tvenns konar ákvæðum. Annars vegar væri ríkið með eignarhluta og svo hugsanlega aðrir sem væru heftir þannig að þeir gætu aldrei selt nema innbyrðis í sínum hópi," segir Arnar, en áréttar að um þetta hafi ekki farið fram neinar formlegar viðræður. „Auðvitað væru lífeyrissjóðirnir örugglega opnir fyrir þessum möguleika í langtímafjárfestingu. Við gerum okkur grein fyrir því að eins og aðstæður eru þá eru þessir hlutir ekki til sölu, en einhvern tímann verða menn að setjast niður og skoða þessi mál vel," segir hann. „En ríkið ræður því auðvitað alfarið hvort þessar viðræður verða teknar upp eða ekki." Arnar segir hugmyndina allrar skoðunar virði og telur hana kunna að vera hagstæða fyrir alla hlutaðeigandi. Þannig myndi fjármögnun lífeyrissjóða á verkefnum sem rynni til hlutafjáraukningar Landsvirkjunar verða til þess að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins og þar af leiðandi myndu lánakjör þess batna. olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent