Eitt elsta kaffihús landsins til sölu - Finni vill tilbreytingu VG skrifar 15. ágúst 2012 13:52 „Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is. Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
„Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is.
Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira