Eitt elsta kaffihús landsins til sölu - Finni vill tilbreytingu VG skrifar 15. ágúst 2012 13:52 „Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira