Viðskipti innlent

Landsbankinn stefnir á nýjar höfuðstöðvar

Landsbankinn ætlar að reisa nýjar höfuðstöðvar fyrir árið 2015 og leggur mikla áherslu á að bankinn eigi kost á því að halda höfuðstöðvunum í miðborginni.

Þetta kemur fram í umsögn bankans um atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem lögð var fram í borgarráði í vikunni, en þar segir jafnframt að verði hugmyndin að veruleika muni bankinn standa fyrir mjög mannaflsfrekum aðgerðum og skapa aðstæður í miðborginni til að byggja upp aðstöðu fyrir aðra starfsemi.

Upplýsingafulltrúi bankans segir þó í samtali við Fréttablaðið að engar viðræður hafi farið fram um lóðamál við borgaryfirvöld, en allt eins komi til greina að horfa til sömu lóðar og til stóð að byggja glæsilegar höfuðstöðvar á fyrir hrun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×