Handbolti

Lauge tryggði Dönum nauman sigur | Úrslitaleikur gegn Íslandi

Rasmus Lauge.
Rasmus Lauge.
Danir unnu Pólverja, 31-30, á fjögurra þjóða æfingamótinu í Danmörku í dag. Það verður því úrslitaleikur á milli Íslands og Danmerkur í mótinu á morgun. Bæði lið eru með þrjú stig.

Það var Rasmus Lauge sem skoraði sigurmark Dana á síðustu sekúndu leiksins. Hinn efnilegi Lauge átti virkilega flottan leik og skoraði fimm mörk.

Fleiri vináttuleikir fóru fram í dag enda eru liðin sem verða á EM að undirbúa sig af kappi. Á meðal úrslita dagsins var þriggja marka sigur Þjóðverja á Ungverjum, 36-33, og öruggur sigur Króata á Slóvökum, 32-23, en Króatía verður fyrsti andstæðingur Íslands á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×