Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings segir að áætlun Seðlabankans um að losa um gjaldeyrishöftin með því að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur sé skref í rétta átt.
Ef þessi útboð bankans heppnast vel yrðu þau þáttur í að lyfta lánshæfiseinkunn Íslands upp í fjárfestingarflokk að nýju. Í bókum Fitch er lánshæfiseinkunn Íslands BB+ eða í svokölluðum ruslflokki.
Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni og þar er greint frá næsta útboði Seðlabankans í þessum mánuði sem hljóðar upp á 100 milljónir evra.

