Finnbogi hætti í kjölfar óánægju Þórður Snær Júlíusson skrifar 17. janúar 2012 10:02 Mynd/GVA Finnbogi Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), hætti störfum hjá sjóðnum í byrjun janúar í kjölfar töluverðrar óánægju meðal eigenda sjóðsins með störf hans. Krafa var um að Finnboga yrði sagt upp störfum og í kjölfarið ákvað hann sjálfur að segja starfi sínu lausu. Á meðal þeirra mála sem ollu óánægju í eigendahópnum voru höfnun á tilboði fjárfestingafélagsins Tríton í Icelandic, ráðning Lárusar Ásgeirssonar sem forstjóra Icelandic, kaup sjóðsins í N1 og það sem margir í eigendahópi FSÍ vildu meina að væri eðlisbreyting á hlutverki sjóðsins. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum víðs vegar úr eigendahópi FSÍ. FSÍ var stofnsettur í lok árs 2009 af sextán lífeyrissjóðum. Tilgangur hans var að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar bankahrunsins. Síðar komu Landsbankinn, sem í dag er stærsti einstaki eigandi sjóðsins, og VÍS inn í eigendahópinn.Kynnti endurmat eftir uppsögn Það kom mörgum á óvart þegar Finnbogi ákvað að kynna endurmat á eignum FSÍ á hádegisfundi hjá Félagi löggiltra endurskoðenda miðvikudaginn 4. janúar síðastliðinn, en þar kom fram að virði þeirra hefði aukist um tæp 100% á fyrsta fjárfestingaári sjóðsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákvörðun um starfslok Finnboga hafi verið tekin áður en sá fundur fór fram. Hann hafi því verið sá síðasti sem Finnbogi kom opinberlega fram fyrir hönd FSÍ. Daginn eftir fundinn, fimmtudaginn 5. janúar, sendi FSÍ frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem sagt var frá því að Finnbogi hefði "ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri".Náði óumdeildum árangri Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur verið töluverð óánægja með framgöngu Finnboga í starfi innan lífeyrissjóðanna sem stofnuðu og eiga stærstan hluta FSÍ, þrátt fyrir að hann hafi óumdeilanlega náð miklum árangri í að ávaxta virði þeirra eigna sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Óánægjan snerist meðal annars um slök samskipti við fjölmiðla og aðra upplýsingagjöf. Þá þykir hann hafa tekið ákvarðanir sem samrýmast ekki þeim tilgangi sem sjóðurinn átti að þjóna. Meðal annars hefur eigendum FSÍ fundist hann halda of lengi á þeim eignum sem FSÍ hefur keypt og þar með ekki verið sá umbreytingasjóður sem hann átti upphaflega að vera.Ráðning Lárusar tortryggð Fyrir rétt um ári ákvað FSÍ að hætta viðræðum við fjárfestingasjóðinn Tríton um að fá hann inn sem hluthafa í Icelandic. Í kjölfarið sögðu helstu stjórnendur félagsins upp störfum, meðal annars forstjóri þess. Hluti af starfsemi Icelandic var síðar seldur til annarra fjárfesta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var mikil óánægja með þessa stefnubreytingu hjá hluta eigendahóps FSÍ. Þá fór það fyrir brjóstið á mörgum aðstandendum sjóðsins þegar Lárus Ásgeirsson, mágur Finnboga, var ráðinn forstjóri Icelandic Group sem er í 100% eigu FSÍ, í október síðastliðnum. Finnbogi sagði við fréttastofu Stöðvar 2 á þeim tíma að hann hefði ekki haft neina aðkomu að ráðningu Lárusar, enda sæti hann ekki í stjórn Icelandic. Vegna þeirrar óánægju sem var með störf Finnboga skapaðist þrýstingur í baklandi sjóðsins um að segja honum upp. Í kjölfarið ákvað hann að hætta störfum. Kaup í N1 afdrifarík Greint var frá því í fjölmiðlum í september í fyrra að gríðarlegar deilur hefðu sprottið upp þegar FSÍ keypti 15% hlut í eldsneytis- og smásölurisanum N1. Samhliða myndaði sjóðurinn félag utan um meirihlutaeign í fyrirtækinu með Íslandsbanka og nokkrum lífeyrissjóðum sem tryggði að minnsta kosti 55% eignarhlut. Mikil óánægja var innan Arion banka með þessi kaup, en bankinn varð stærsti einstaki eigandi N1 eftir fjárhagslega endurskipulagningu þess sumarið 2011 með 38,9% eignarhlut. Þann eignarhlut fékk bankinn vegna þess að hann var stærsti kröfuhafi fasteignafélagsins Umtaks, eiganda allra fasteigna sem hýsa starfsemi N1, og átti veð í öllum eignum þess félags. Tveimur vikum síðar var tilkynnt um að FSÍ myndi kaupa hlut Arion líka og þar með átti að höggva á þann hnút sem var kominn upp. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að aldrei hafi gróið um heilt eftir þessi viðskipti. Þær deilur höfðu áhrif á þann þrýsting sem skapaðist um að segja Finnboga Jónssyni upp störfum. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Finnbogi Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), hætti störfum hjá sjóðnum í byrjun janúar í kjölfar töluverðrar óánægju meðal eigenda sjóðsins með störf hans. Krafa var um að Finnboga yrði sagt upp störfum og í kjölfarið ákvað hann sjálfur að segja starfi sínu lausu. Á meðal þeirra mála sem ollu óánægju í eigendahópnum voru höfnun á tilboði fjárfestingafélagsins Tríton í Icelandic, ráðning Lárusar Ásgeirssonar sem forstjóra Icelandic, kaup sjóðsins í N1 og það sem margir í eigendahópi FSÍ vildu meina að væri eðlisbreyting á hlutverki sjóðsins. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum víðs vegar úr eigendahópi FSÍ. FSÍ var stofnsettur í lok árs 2009 af sextán lífeyrissjóðum. Tilgangur hans var að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar bankahrunsins. Síðar komu Landsbankinn, sem í dag er stærsti einstaki eigandi sjóðsins, og VÍS inn í eigendahópinn.Kynnti endurmat eftir uppsögn Það kom mörgum á óvart þegar Finnbogi ákvað að kynna endurmat á eignum FSÍ á hádegisfundi hjá Félagi löggiltra endurskoðenda miðvikudaginn 4. janúar síðastliðinn, en þar kom fram að virði þeirra hefði aukist um tæp 100% á fyrsta fjárfestingaári sjóðsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákvörðun um starfslok Finnboga hafi verið tekin áður en sá fundur fór fram. Hann hafi því verið sá síðasti sem Finnbogi kom opinberlega fram fyrir hönd FSÍ. Daginn eftir fundinn, fimmtudaginn 5. janúar, sendi FSÍ frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem sagt var frá því að Finnbogi hefði "ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri".Náði óumdeildum árangri Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur verið töluverð óánægja með framgöngu Finnboga í starfi innan lífeyrissjóðanna sem stofnuðu og eiga stærstan hluta FSÍ, þrátt fyrir að hann hafi óumdeilanlega náð miklum árangri í að ávaxta virði þeirra eigna sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Óánægjan snerist meðal annars um slök samskipti við fjölmiðla og aðra upplýsingagjöf. Þá þykir hann hafa tekið ákvarðanir sem samrýmast ekki þeim tilgangi sem sjóðurinn átti að þjóna. Meðal annars hefur eigendum FSÍ fundist hann halda of lengi á þeim eignum sem FSÍ hefur keypt og þar með ekki verið sá umbreytingasjóður sem hann átti upphaflega að vera.Ráðning Lárusar tortryggð Fyrir rétt um ári ákvað FSÍ að hætta viðræðum við fjárfestingasjóðinn Tríton um að fá hann inn sem hluthafa í Icelandic. Í kjölfarið sögðu helstu stjórnendur félagsins upp störfum, meðal annars forstjóri þess. Hluti af starfsemi Icelandic var síðar seldur til annarra fjárfesta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var mikil óánægja með þessa stefnubreytingu hjá hluta eigendahóps FSÍ. Þá fór það fyrir brjóstið á mörgum aðstandendum sjóðsins þegar Lárus Ásgeirsson, mágur Finnboga, var ráðinn forstjóri Icelandic Group sem er í 100% eigu FSÍ, í október síðastliðnum. Finnbogi sagði við fréttastofu Stöðvar 2 á þeim tíma að hann hefði ekki haft neina aðkomu að ráðningu Lárusar, enda sæti hann ekki í stjórn Icelandic. Vegna þeirrar óánægju sem var með störf Finnboga skapaðist þrýstingur í baklandi sjóðsins um að segja honum upp. Í kjölfarið ákvað hann að hætta störfum. Kaup í N1 afdrifarík Greint var frá því í fjölmiðlum í september í fyrra að gríðarlegar deilur hefðu sprottið upp þegar FSÍ keypti 15% hlut í eldsneytis- og smásölurisanum N1. Samhliða myndaði sjóðurinn félag utan um meirihlutaeign í fyrirtækinu með Íslandsbanka og nokkrum lífeyrissjóðum sem tryggði að minnsta kosti 55% eignarhlut. Mikil óánægja var innan Arion banka með þessi kaup, en bankinn varð stærsti einstaki eigandi N1 eftir fjárhagslega endurskipulagningu þess sumarið 2011 með 38,9% eignarhlut. Þann eignarhlut fékk bankinn vegna þess að hann var stærsti kröfuhafi fasteignafélagsins Umtaks, eiganda allra fasteigna sem hýsa starfsemi N1, og átti veð í öllum eignum þess félags. Tveimur vikum síðar var tilkynnt um að FSÍ myndi kaupa hlut Arion líka og þar með átti að höggva á þann hnút sem var kominn upp. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að aldrei hafi gróið um heilt eftir þessi viðskipti. Þær deilur höfðu áhrif á þann þrýsting sem skapaðist um að segja Finnboga Jónssyni upp störfum.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira