Forstjóri Samherja lýsir ábyrgð á hendur seðlabankamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2012 18:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira