Viðskipti innlent

Aflaverðmæti jókst um 28%

Loðna Stóraukinn loðnuveiði í febrúar í ár hækkar heildaraflann um 100.000 tonn milli ára og verðmæti um 28%. Fréttablaðið/óskar
Loðna Stóraukinn loðnuveiði í febrúar í ár hækkar heildaraflann um 100.000 tonn milli ára og verðmæti um 28%. Fréttablaðið/óskar
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði nam alls 312.221 tonni sem er umtalsvert meira en í febrúar í fyrra þar sem aflinn var 210.005 tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Þessi aukning felst að langmestu leyti í tæplega 270.000 tonna loðnuafla í febrúar samanborið við 173.000 tonn í febrúar 2011. Aflaverðmæti á föstu verði var 28,7% meira í síðasta mánuði en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×