Samstaða um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka 19. mars 2012 00:01 Full samstaða er um það á Alþingi að aðskilja beri viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Fjórtán þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um málið. Það er einnig einn liður í efnahagstillögum Sjálfstæðisflokksins sem allir þingmenn flokksins mæltu fyrir og er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Ég held að það séu eiginlega allir sammála um að það eigi að drífa í þessu núna. Spurningin sem stendur eftir er einfaldlega sú hvort þetta eigi að gera með aðgreindum stofnunum eða þá innan fjármálastofnana," segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að skipa nefnd sem skila á tillögum um hvernig standa skuli að málinu. Markmiðið er að lágmarka áhættu þjóðarbúsins vegna áfalla í rekstri banka en nefndin skal skila tillögum sínum fyrir 1. október næstkomandi. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að innlán viðskiptabanka, sem hafa bakábyrgð frá ríkinu, hafi í aðdraganda bankahrunsins verið notuð í glæfralegar og jafnvel óarðbærar fjárfestingar, meðal annars í fyrirtækjum nátengdum viðkomandi fjármálastofnunum. Vegna þeirrar sérstöku tryggingar sem innlán njóti sé rík ástæða til að aðskilja hefðbundna bankastarfsemi frá áhættusækinni fjárfestingarstarfsemi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn flokksins muni vitaskuld taka vel í málið þegar það komi til kasta þingsins. Þeir hafi hins vegar talið óþarfi að vera meðflutningsmenn að þessari tilteknu tillögu þar sem kveðið sé á um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi í efnahagstillögum flokksins sem eru eins og áður sagði til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Okkar vilji til þess að þetta verði skoðað hefur komið fram þar og allir okkar þingmenn eru flutningsmenn að þeim tillögum," segir Ragnheiður Elín að lokum. -mþl Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Full samstaða er um það á Alþingi að aðskilja beri viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Fjórtán þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um málið. Það er einnig einn liður í efnahagstillögum Sjálfstæðisflokksins sem allir þingmenn flokksins mæltu fyrir og er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Ég held að það séu eiginlega allir sammála um að það eigi að drífa í þessu núna. Spurningin sem stendur eftir er einfaldlega sú hvort þetta eigi að gera með aðgreindum stofnunum eða þá innan fjármálastofnana," segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að skipa nefnd sem skila á tillögum um hvernig standa skuli að málinu. Markmiðið er að lágmarka áhættu þjóðarbúsins vegna áfalla í rekstri banka en nefndin skal skila tillögum sínum fyrir 1. október næstkomandi. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að innlán viðskiptabanka, sem hafa bakábyrgð frá ríkinu, hafi í aðdraganda bankahrunsins verið notuð í glæfralegar og jafnvel óarðbærar fjárfestingar, meðal annars í fyrirtækjum nátengdum viðkomandi fjármálastofnunum. Vegna þeirrar sérstöku tryggingar sem innlán njóti sé rík ástæða til að aðskilja hefðbundna bankastarfsemi frá áhættusækinni fjárfestingarstarfsemi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn flokksins muni vitaskuld taka vel í málið þegar það komi til kasta þingsins. Þeir hafi hins vegar talið óþarfi að vera meðflutningsmenn að þessari tilteknu tillögu þar sem kveðið sé á um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi í efnahagstillögum flokksins sem eru eins og áður sagði til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. „Okkar vilji til þess að þetta verði skoðað hefur komið fram þar og allir okkar þingmenn eru flutningsmenn að þeim tillögum," segir Ragnheiður Elín að lokum. -mþl
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira