Viðskipti innlent

Greiningardeild Arion Banka spáir hækkun stýrivaxta

Greiningardeild Arion Banka spáir því að Peningastefnunefnd ákveði að hækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 25 punkta á miðvikudaginn.

Að mati greiningardeildarinnar mun herðing á gjaldeyrishöftunum halda aftur af meiri hækkun vaxta í þetta skiptið. Gert er ráð fyrir samanlagt 75 til 100 punkta hækkun vaxta á þessu ári.

Að mati greiningardeildarinnar munu tveir þættir vega á móti hvor öðrum við ákvörðun Seðlabankans. Annars vegar eru verðbólguhorfur slæmar. Hins vegar ætti herðing gjaldeyrishaftanna að hafa jákvæð áhrif á styrk krónunnar og þar með verðbólguna til lengri tíma.

Hægt er að lesa skýrslu greiningardeildarinnar hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×