Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 18% milli ára í október

Icelandair flutti 172 þúsund farþega í millilandaflugi í október og voru þeir 18% fleiri en í október á síðasta ári. Framboðsaukning var 21% á milli ára. Sætanýting nam 80,6% samanborið við 81,4% í október í fyrra.

Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum líkt og í fyrri mánuðum eða um 37%. Farþegaaukning á ferðmannamarkaðinum til Íslands nam 16%. Þetta kemur fram í flutningstölum félagsins fyrir mánuðinn.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru um 29 þúsund í október og fækkaði um 1% á milli ára. Sætanýting nam 76,6% og jókst um 9,3 prósentustig á milli ára






Fleiri fréttir

Sjá meira


×