Þorsteinn Már: Afar krefjandi tímar framundan í sjávarútvegi Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 18:45 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendur Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússar og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Þó afkomutölur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, einkum þeirra stærri, hafi sjaldan litið betur út en undanfarin tvö ár, hafa aðstæður á alþjóðamörkuðum farið versnandi undanfarin misseri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Samherja, sem skilaði hagnaði í fyrra upp á tæpa níu milljarða króna, að dótturfélögum meðtöldum, segir blikur vera á lofti á mörkuðum, sem geti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg. „Við sjáum nú þegar verðlækkanir á mörkuðum, og það þekkja allir hvernig staða efnahagsmála er í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu, en það hafa verið stórir markaðir fyrir íslenskan fisk. Þar er sölutregða farin að gera vart við sig, enda er þetta dýr gæðavara á mörkuðum," segir Þorsteinn Már. Hann segir að nýlegar ákvarðanir um stórauknar aflaheimildir í Barentshafi, geti haft mikil áhrif á sölu á íslenskum fiski á erlendum mörkuðum. „Þorskkvóti í Barentshafi var aukinn um 250 þúsund tonn, en til samanburðar þá voru 170 þúsund tonn veidd á Íslandsmiðum í fyrra. Aukningin ein og sér er því 50 prósent meiri en sem nam heildarafla í fyrra við Ísland. Þetta getur haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, þar sem erfiðara verður að selja fiskinn á mörkuðum vegna harðnandi samkeppni, ekki síst frá Noregi og einnig frá Rússlandi." Aðspurður hvort að búast megi við því að birgðir af fiski geti farið að safnast upp, vegna sölutregðu á mörkuðum, segist hann fastlega búast við því að svo verði. „Það er nú þegar komin upp sölutregða og salan er orðin erfiðari og meira krefjandi en áður. Ég hef trú á því að birgðasöfnun komi upp já. Íslenskur sjávarútvegur mun þurfa að einblína á söluna á næstu misserum, og sjávarútvegurinn og stjórnvöld þurfa að vinna saman að því að efla markaðs- og sölustarfið, því það er mikið í húfi, vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir efnahag landsins," segir Þorsteinn Már. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússar og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Þó afkomutölur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, einkum þeirra stærri, hafi sjaldan litið betur út en undanfarin tvö ár, hafa aðstæður á alþjóðamörkuðum farið versnandi undanfarin misseri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Samherja, sem skilaði hagnaði í fyrra upp á tæpa níu milljarða króna, að dótturfélögum meðtöldum, segir blikur vera á lofti á mörkuðum, sem geti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg. „Við sjáum nú þegar verðlækkanir á mörkuðum, og það þekkja allir hvernig staða efnahagsmála er í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu, en það hafa verið stórir markaðir fyrir íslenskan fisk. Þar er sölutregða farin að gera vart við sig, enda er þetta dýr gæðavara á mörkuðum," segir Þorsteinn Már. Hann segir að nýlegar ákvarðanir um stórauknar aflaheimildir í Barentshafi, geti haft mikil áhrif á sölu á íslenskum fiski á erlendum mörkuðum. „Þorskkvóti í Barentshafi var aukinn um 250 þúsund tonn, en til samanburðar þá voru 170 þúsund tonn veidd á Íslandsmiðum í fyrra. Aukningin ein og sér er því 50 prósent meiri en sem nam heildarafla í fyrra við Ísland. Þetta getur haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, þar sem erfiðara verður að selja fiskinn á mörkuðum vegna harðnandi samkeppni, ekki síst frá Noregi og einnig frá Rússlandi." Aðspurður hvort að búast megi við því að birgðir af fiski geti farið að safnast upp, vegna sölutregðu á mörkuðum, segist hann fastlega búast við því að svo verði. „Það er nú þegar komin upp sölutregða og salan er orðin erfiðari og meira krefjandi en áður. Ég hef trú á því að birgðasöfnun komi upp já. Íslenskur sjávarútvegur mun þurfa að einblína á söluna á næstu misserum, og sjávarútvegurinn og stjórnvöld þurfa að vinna saman að því að efla markaðs- og sölustarfið, því það er mikið í húfi, vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir efnahag landsins," segir Þorsteinn Már.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira