Viðskipti innlent

50 til 60% í Vodafone boðin út

Logo Vodafone
Logo Vodafone
Viðskipti Hlutafé í Fjarskiptum hf., Vodafone, verður boðið út í tveimur hlutum í byrjun desember. Framtakssjóður Íslands selur 50 til 60 prósenta hlut sinn í Vodafone í útboðinu.

Lokaði hluti útboðsins fer fram þann 3. desember og verða 134.258.080 hlutir boðnir til sölu þá, eða sem svarar til um fjörutíu prósenta af útgefnu hlutafé. Verðbilið verður 28,8 krónur til 33,3 krónur á hlut og mun niðurstaða útboðsins ákvarða gengið í almenna útboðinu.

Almennur hluti útboðsins fer fram frá 4. til 6. desember og þá verða 33.564.520 hlutir, eða um tíu prósent hlutafjár, boðnir út. Ef næg eftirspurn verður munu tíu prósent til viðbótar verða í boði og verður þeim ráðstafað á milli opna og lokaða hluta útboðsins eins og best samræmist markmiði Framtakssjóðsins um dreift eignarhald.

Forstjóri og framkvæmdastjórar Vodafone munu geta öðlast tilkall til kaupaukagreiðslu á grundvelli ráðningarsamninga sinna. Réttur þeirra er tengdur því hversu vel tekst að halda áætlun um rekstrarhagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Ef frávik verða neikvæð fellur rétturinn niður. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×