Viðskipti innlent

Vænta þess að verðbólgan verði mikil næstu árin

Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 4,5% á fjórða ársfjórðungi þessa árs og 4,2% á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Seðlabankans meðal þessara aðila. Jafnframt sýna niðurstöður að þess sé vænst að ársverðbólga verði 4,8% bæði eftir eitt og tvö ár en 4,5% að meðaltali á næstu fimm árum, sem er svipað og í síðustu könnun.

Þá er talið að gengi krónu gagnvart evru verði 167 krónur eftir eitt ár, en það er hækkun á gengi evrunnar um 12 krónur frá síðustu könnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×