Viðskipti innlent

Hlutafjáraukningu DV ekki lokið

Ólafur Magnússon, stjórnarformaður útgáfufélags DV.
Ólafur Magnússon, stjórnarformaður útgáfufélags DV.
Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er ekki lokið, en hún er langt komin. Þetta segir Ólafur Magnússon, stjórnarformaður útgáfufélagsins. „Við þurfum að ljúka þessu á næstu dögum. Það verður stórnarfundur í næstu viku og þá verður farið yfir málið og stöðuna á því," segir hann. Hann segir að hlutafjáraukningin núna nemi um 30 milljónum. „Það hefur gengið mun betur en við áttum von á," segir hann.

Peningarnir verða notaðir til að gera upp skuldir við opinbera aðila og lífeyrissjóði. „Það er búið að gera mjög stóra hluti í því að greiða niður skuldir DV gagnvart opinberum aðilum og lífeyrissjóðum. Það var sett upp greiðsluplan gagnvart Tollstjóra í haust og það hefur bara gengið algerlega eftir," segir Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×