Viðskipti innlent

Landsbankinn selur hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða

Landsbankinn hefur selt 5% hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í Marel í útboði bankans sem lauk síðdegis í gær en fjárfestar óskuðu eftir að kaupa tvöfalt það magn af hlutum sem voru í boði.

Þessi sala sínir að verðmæti Marels í heild er metið nokkuð yfir 100 milljörðum króna.

Í tilkynningu um útboðið segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bankinn hafi verið stór hluthafi í Marel á undanförnum árum og að sú eign hafi skilað bankanum góðri ávöxtun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×