Viðskipti innlent

Fjárfesting jókst í fyrsta sinn milli ára frá hruninu 2008

Í nýjum tölum Hagstofunnar um hagvöxtinn á síðasta ári kemur fram að fjárfesting í atvinnuvegum jókst í fyrsta skipti milli ára eftir hrun, um 26%.

Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að auk þess virðist fasteignamarkaðurinn hafa tekið við sér, en aukin eftirspurn eftir fasteignum er vafalaust einn helsti drifkraftur 9% vaxtar í fjármunamyndun íbúðarhúsnæðis milli ára.

Talsverð aukning þarf þó að koma til bæði í fjárfestingum í atvinnuvegum og íbúðarhúsnæði til að bæta upp það mikla hrun sem varð í fjárfestingu frá 2008. Einkaneyslan geti ekki teymt hagkerfið áfram til lengri tíma, að því er segir í Markaðspunktunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×