Verðbólgan er sigurstranglegust Þorsteinn Pálsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Það er ágætur samkvæmisleikur að velta fyrir sér hverjir verði ofan á að loknum kosningum í apríl. Hinu er þó ekki síður ástæða að gefa gaum hvaða breytingar kunna að verða á aðstæðum fólks og skilyrðum í þjóðarbúskapnum á nýju ári. Menn þurfa ekki að skyggnast lengi um í málefnaflórunni til að sjá að veruleg hætta er á að verðbólgan verði frek til fjörsins. Ofmælt er að óðaverðbólga sé óumflýjanleg. En eins og sakir standa er jarðvegur hennar þó frjósamari en þeirra málefna sem ekki teljast til illgresis í garði stjórnmálanna og allir hlúa að í orði kveðnu. Þar kemur einkum þrennt til. Í fyrsta lagi hefur ekki orðið sá vöxtur í verðmætasköpun og útflutningi sem efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði ráð fyrir. Í annan stað voru hæpnar forsendur fyrir frestun á markmiði áætlunarinnar um hallalausan ríkisbúskap. Í þriðja lagi er hætta á að ríkisstjórnin missi tök á launaþróuninni. Verðbólgan er því raunveruleg vá sem vofir yfir almenningi. Með nokkrum sanni má segja að velferðarráðherrann sé orðinn að eins konar táknmynd þessarar hættu. Dómgreindarleysi hans við launaákvörðun fyrir forstjóra Landspítalans hefur þegar valdið stórlega varasömum óróa á vinnumarkaðnum þó að hún hafi verið dregin til baka. Fyrst ráðherrann þurfti ekki að víkja fyrir þær sakir eiga menn einfaldlega eftir að bíta úr nálinni.Veikleikamerki Rætur verðbólguhættunnar nú eru fyrst og fremst pólitískar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin ákvað að bregða út af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkisfjármálum er ekki skilningsleysi hennar heldur mat á skilningi kjósenda. Það eru gömul sannindi og ný að í aðdraganda kosninga hafa ríkisstjórnir hér og erlendis tilhneigingu til að auka ríkisútgjöld þótt ekki sé innistæða fyrir því. Ríkisstjórnin er föst í þessu klassíska viðhorfi að í kjörklefanum horfi kjósendur ekki á skuldahlið fjárlaganna. Vel má vera að svo sé. En reynslan er ólygin um hitt að slíkar lausnir koma um síðir í hausinn á almenningi með verðbólgu. Stefnubreytingin í ríkisfjármálum skilar sér ekki í verðbólgu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Hins vegar er bráðahættan á verðbólgu meiri þegar kemur að launamálunum. Fram undan eru tvennar kosningar sem geta haft áhrif á að þau mál verði leyst með innistæðulausum ávísunum. Auk vorkosninga til Alþingis eru formannskosningar í Samfylkingunni í lok janúar. Þar er velferðarráðherrann í framboði. Í umræðum á Alþingi fyrir skömmu lét hann orð falla í þá veru að tiltekin stétt í heilbrigðisþjónustunni gerði ekki kröfur til að verðmætasköpun stæði að baki launahækkunum. Ummæli af þessu tagi eru ekki aðeins niðrandi í garð mikilvægrar starfsgreinar heldur lýsa þau varasamri verðbólguhugsun ráðherrans sjálfs. Að sönnu er ástæðulaust að gefa sér að verðbólguhugsunin verði ráðandi við lausn þessara mála. En þau merki sem velferðarráðherra hefur sýnt vekja ugg. Fjármálaráðherra hefur ekki lýst neinni stefnu af sinni hálfu á þessu sviði. Enginn veit því hvað hann er að hugsa. Þögn hans má túlka á þann veg að verðbólgulausnir séu honum ekki efst í huga. En hún er líka veikleikamerki. Stutt bið eftir nýrri hugsun Eigi að koma í veg fyrir að verðbólgan verði ofan á þarf tvennt að koma til. Annars vegar er brýnt að ríkisstjórnin sýni aukna ábyrgð á síðustu vikum kjörtímabilsins. Hins vegar þurfa allir stjórnmálaflokkarnir að kynna ábyrgar tillögur að nýrri efnahagsáætlun fyrir næsta kjörtímabil. Framar öllu öðru þarf að setja skýr markmið um að bæta samkeppnisstöðu landsins. Það er forsenda fyrir aukinni verðmætasköpun og hún er aftur skilyrði raunverulegra kjarabóta. Áður en þetta er gert þarf að segja allan sannleikann um stöðu þjóðarbúsins. Ýmislegt hefur vissulega færst til betri vegar sem rétt er að meta. En sjálf endurreisnin er ekki hafin. Eina atvinnugreinin sem náð hefur góðu samkeppnisforskoti er sjávarútvegurinn. Þær breytingar sem þegar eru orðnar og áformaðar eru á rekstrarumhverfi hans miða hins vegar að því að vinda ofan af þeim árangri til að ná öðrum pólitískum markmiðum. Eftir því sem fjárhagsstaða sjávarútvegsins veikist eykst hættan á að veita þurfi minnstu sveiflum í aflabrögðum og afurðaverði á erlendum mörkuðum út í gegnum gengi krónunnar eins og áður fyrr. Stefnan í þessum efnum eykur því verulega líkurnar á að verðbólgan fari með sigur af hólmi. Það er stutt bið eftir áramótaboðskap leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu. Vonandi geymir hann einhverja þá nýju hugsun sem gefur raunhæft tilefni til meiri bjartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun
Það er ágætur samkvæmisleikur að velta fyrir sér hverjir verði ofan á að loknum kosningum í apríl. Hinu er þó ekki síður ástæða að gefa gaum hvaða breytingar kunna að verða á aðstæðum fólks og skilyrðum í þjóðarbúskapnum á nýju ári. Menn þurfa ekki að skyggnast lengi um í málefnaflórunni til að sjá að veruleg hætta er á að verðbólgan verði frek til fjörsins. Ofmælt er að óðaverðbólga sé óumflýjanleg. En eins og sakir standa er jarðvegur hennar þó frjósamari en þeirra málefna sem ekki teljast til illgresis í garði stjórnmálanna og allir hlúa að í orði kveðnu. Þar kemur einkum þrennt til. Í fyrsta lagi hefur ekki orðið sá vöxtur í verðmætasköpun og útflutningi sem efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði ráð fyrir. Í annan stað voru hæpnar forsendur fyrir frestun á markmiði áætlunarinnar um hallalausan ríkisbúskap. Í þriðja lagi er hætta á að ríkisstjórnin missi tök á launaþróuninni. Verðbólgan er því raunveruleg vá sem vofir yfir almenningi. Með nokkrum sanni má segja að velferðarráðherrann sé orðinn að eins konar táknmynd þessarar hættu. Dómgreindarleysi hans við launaákvörðun fyrir forstjóra Landspítalans hefur þegar valdið stórlega varasömum óróa á vinnumarkaðnum þó að hún hafi verið dregin til baka. Fyrst ráðherrann þurfti ekki að víkja fyrir þær sakir eiga menn einfaldlega eftir að bíta úr nálinni.Veikleikamerki Rætur verðbólguhættunnar nú eru fyrst og fremst pólitískar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin ákvað að bregða út af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkisfjármálum er ekki skilningsleysi hennar heldur mat á skilningi kjósenda. Það eru gömul sannindi og ný að í aðdraganda kosninga hafa ríkisstjórnir hér og erlendis tilhneigingu til að auka ríkisútgjöld þótt ekki sé innistæða fyrir því. Ríkisstjórnin er föst í þessu klassíska viðhorfi að í kjörklefanum horfi kjósendur ekki á skuldahlið fjárlaganna. Vel má vera að svo sé. En reynslan er ólygin um hitt að slíkar lausnir koma um síðir í hausinn á almenningi með verðbólgu. Stefnubreytingin í ríkisfjármálum skilar sér ekki í verðbólgu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Hins vegar er bráðahættan á verðbólgu meiri þegar kemur að launamálunum. Fram undan eru tvennar kosningar sem geta haft áhrif á að þau mál verði leyst með innistæðulausum ávísunum. Auk vorkosninga til Alþingis eru formannskosningar í Samfylkingunni í lok janúar. Þar er velferðarráðherrann í framboði. Í umræðum á Alþingi fyrir skömmu lét hann orð falla í þá veru að tiltekin stétt í heilbrigðisþjónustunni gerði ekki kröfur til að verðmætasköpun stæði að baki launahækkunum. Ummæli af þessu tagi eru ekki aðeins niðrandi í garð mikilvægrar starfsgreinar heldur lýsa þau varasamri verðbólguhugsun ráðherrans sjálfs. Að sönnu er ástæðulaust að gefa sér að verðbólguhugsunin verði ráðandi við lausn þessara mála. En þau merki sem velferðarráðherra hefur sýnt vekja ugg. Fjármálaráðherra hefur ekki lýst neinni stefnu af sinni hálfu á þessu sviði. Enginn veit því hvað hann er að hugsa. Þögn hans má túlka á þann veg að verðbólgulausnir séu honum ekki efst í huga. En hún er líka veikleikamerki. Stutt bið eftir nýrri hugsun Eigi að koma í veg fyrir að verðbólgan verði ofan á þarf tvennt að koma til. Annars vegar er brýnt að ríkisstjórnin sýni aukna ábyrgð á síðustu vikum kjörtímabilsins. Hins vegar þurfa allir stjórnmálaflokkarnir að kynna ábyrgar tillögur að nýrri efnahagsáætlun fyrir næsta kjörtímabil. Framar öllu öðru þarf að setja skýr markmið um að bæta samkeppnisstöðu landsins. Það er forsenda fyrir aukinni verðmætasköpun og hún er aftur skilyrði raunverulegra kjarabóta. Áður en þetta er gert þarf að segja allan sannleikann um stöðu þjóðarbúsins. Ýmislegt hefur vissulega færst til betri vegar sem rétt er að meta. En sjálf endurreisnin er ekki hafin. Eina atvinnugreinin sem náð hefur góðu samkeppnisforskoti er sjávarútvegurinn. Þær breytingar sem þegar eru orðnar og áformaðar eru á rekstrarumhverfi hans miða hins vegar að því að vinda ofan af þeim árangri til að ná öðrum pólitískum markmiðum. Eftir því sem fjárhagsstaða sjávarútvegsins veikist eykst hættan á að veita þurfi minnstu sveiflum í aflabrögðum og afurðaverði á erlendum mörkuðum út í gegnum gengi krónunnar eins og áður fyrr. Stefnan í þessum efnum eykur því verulega líkurnar á að verðbólgan fari með sigur af hólmi. Það er stutt bið eftir áramótaboðskap leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu. Vonandi geymir hann einhverja þá nýju hugsun sem gefur raunhæft tilefni til meiri bjartsýni.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun