Handbolti

Úrslitaleikur á milli Kiel og AG um næstu helgi

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Kiel hrifsaði toppsætið í D-riðli Meistaradeildarinnar af AG í kvöld með afar sannfærandi sigri, 38-28, á spænska liðinu Ademar Leon.

Sveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel höfðu öll völd á vellinum frá upphafi og unnu ótrúlega þægilegan sigur.

Aron Pálmarsson átti ágætan leik í liði Kiel. Momir Ilic var markahæstur í liði Kiel með tíu mörk.

AG og Kiel mætast í Kaupmannahöfn um næstu helgi í hreinum úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Aðeins munar einu stigi á liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×