Handbolti

Danir taka á móti Evrópumeisturunum í beinni á Fjölvarpinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Danska handboltalandsliðið varð í gær Evrópumeistari í handbolta eftir 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleik á EM í handbolta í Serbíu. Danir áttu að mati flestra ekki mikla möguleika þegar þeir mættu stigalausir inn í milliriðilinn en þeir unnu fimm síðustu leiki sína á mótinu og fögnuðu sigri eins og í alvöru H.C. Andersen ævintýri.

Danska þjóðin er að sjálfsögðu í skýjunum með frábæran árangur danska liðsins og það verður sigurhátíð á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í dag.

Danska sjónvarpið verður með útsendingu frá móttökunni sem er að hefjast og það er hægt að nálgast útsendingu DR1 með því að stilla á stöð 70 á Fjölvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×