Enn hækkar áfengið Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. nóvember 2012 22:10 Ítarlegar skattahækkanir voru kynntar í nýju viðbótarfrumvarpi við fjárlögin á Alþingi í dag. Skattar á tóbak, áfengi, bífreiðar og sykur hækka, bensín hækkar líka. Markmiðið - að ná endum saman hjá ríkissjóði, en líka reyna að hafa áhrif á neyslu almennings. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, mælti í dag fyrir furmvarpi um sérstakar aðgerðir í ríkisfjármálum. Viðbætur við fjárlagafrumvarpið, í raun eins konar lokahnykk þess. VSK á gistingu hækkar úr 7 prósent í 14 prósent. Breytingin á að skilja milljarði á næsta ári, en sátt náðist um að miða hækkunina við 14 prósent frekar en 25,5 prósent. Þá er lögð til 20 prósent hækkun á tóbaksgjaldi. Og þá verður 100 prósent hækkun á neftóbakinu, íslenska ruddanum svokallaða, sem margir ungir karlmenn taka í vörina. Skilii sér þetta beint út í verðlag má reikna með að dolla af neftóbaki verði vel á annað þúsund krónur eftir þessar breytingar. Áfengisgjald hækkar um 4,6 prósent. Þetta skilar sér beint út í verðið á flöskunni í vínbúðunum. Bankaskatturinn svokallaði, sem er skattur ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja og allar skattskyldar þóknanir í bankakerfinu hækkar líka úr 5,45 prósent -6,75 prósent. Þá verður afnuminn afsláttur sem bílaleigur hafa notið af almennum vörugjöldum bifreiða. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir bílaleigur að endurnýja flotann. Ráðist er í þessar aðgerðir í staðinn fyrir niðurskurð, en markmiðið er að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og það er dýrt að halda uppi velferðarkerfi. Í sérstöku frumvarpi um vörugjöld verður skattur á sykruð matvæli hækkaður, en fjármálaráðherra ákvað að láta það líka ná til sætuefna. Þannig að Kókið hækkar, en líka Diet Kókið, sem er með sætuefnum og laust við kaloríur. Og öll önnur matvæli sem innihalda sætuefni, eins og t.d Skyr.is. Hvers vegna nær þetta líka til sætuefna? Við spurðum Katrínu Júlíusdóttur að því í hádegisfréttum. Hún segir þetta í samræmi við tillögur starfshóps. Hækkunin er ekki mikil eða 210 krónur á kílóið af hreinum sykri. Vara sem inniheldur 10 prósent viðbætts sykurs ber því 21 krónu hækkun á hvert kíló. Í tilviki sætuefna eru 42 krónur fyrir hvert gramm af viðbættum sætuefnum. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Ítarlegar skattahækkanir voru kynntar í nýju viðbótarfrumvarpi við fjárlögin á Alþingi í dag. Skattar á tóbak, áfengi, bífreiðar og sykur hækka, bensín hækkar líka. Markmiðið - að ná endum saman hjá ríkissjóði, en líka reyna að hafa áhrif á neyslu almennings. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, mælti í dag fyrir furmvarpi um sérstakar aðgerðir í ríkisfjármálum. Viðbætur við fjárlagafrumvarpið, í raun eins konar lokahnykk þess. VSK á gistingu hækkar úr 7 prósent í 14 prósent. Breytingin á að skilja milljarði á næsta ári, en sátt náðist um að miða hækkunina við 14 prósent frekar en 25,5 prósent. Þá er lögð til 20 prósent hækkun á tóbaksgjaldi. Og þá verður 100 prósent hækkun á neftóbakinu, íslenska ruddanum svokallaða, sem margir ungir karlmenn taka í vörina. Skilii sér þetta beint út í verðlag má reikna með að dolla af neftóbaki verði vel á annað þúsund krónur eftir þessar breytingar. Áfengisgjald hækkar um 4,6 prósent. Þetta skilar sér beint út í verðið á flöskunni í vínbúðunum. Bankaskatturinn svokallaði, sem er skattur ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja og allar skattskyldar þóknanir í bankakerfinu hækkar líka úr 5,45 prósent -6,75 prósent. Þá verður afnuminn afsláttur sem bílaleigur hafa notið af almennum vörugjöldum bifreiða. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir bílaleigur að endurnýja flotann. Ráðist er í þessar aðgerðir í staðinn fyrir niðurskurð, en markmiðið er að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og það er dýrt að halda uppi velferðarkerfi. Í sérstöku frumvarpi um vörugjöld verður skattur á sykruð matvæli hækkaður, en fjármálaráðherra ákvað að láta það líka ná til sætuefna. Þannig að Kókið hækkar, en líka Diet Kókið, sem er með sætuefnum og laust við kaloríur. Og öll önnur matvæli sem innihalda sætuefni, eins og t.d Skyr.is. Hvers vegna nær þetta líka til sætuefna? Við spurðum Katrínu Júlíusdóttur að því í hádegisfréttum. Hún segir þetta í samræmi við tillögur starfshóps. Hækkunin er ekki mikil eða 210 krónur á kílóið af hreinum sykri. Vara sem inniheldur 10 prósent viðbætts sykurs ber því 21 krónu hækkun á hvert kíló. Í tilviki sætuefna eru 42 krónur fyrir hvert gramm af viðbættum sætuefnum.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira