Enn hækkar áfengið Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. nóvember 2012 22:10 Ítarlegar skattahækkanir voru kynntar í nýju viðbótarfrumvarpi við fjárlögin á Alþingi í dag. Skattar á tóbak, áfengi, bífreiðar og sykur hækka, bensín hækkar líka. Markmiðið - að ná endum saman hjá ríkissjóði, en líka reyna að hafa áhrif á neyslu almennings. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, mælti í dag fyrir furmvarpi um sérstakar aðgerðir í ríkisfjármálum. Viðbætur við fjárlagafrumvarpið, í raun eins konar lokahnykk þess. VSK á gistingu hækkar úr 7 prósent í 14 prósent. Breytingin á að skilja milljarði á næsta ári, en sátt náðist um að miða hækkunina við 14 prósent frekar en 25,5 prósent. Þá er lögð til 20 prósent hækkun á tóbaksgjaldi. Og þá verður 100 prósent hækkun á neftóbakinu, íslenska ruddanum svokallaða, sem margir ungir karlmenn taka í vörina. Skilii sér þetta beint út í verðlag má reikna með að dolla af neftóbaki verði vel á annað þúsund krónur eftir þessar breytingar. Áfengisgjald hækkar um 4,6 prósent. Þetta skilar sér beint út í verðið á flöskunni í vínbúðunum. Bankaskatturinn svokallaði, sem er skattur ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja og allar skattskyldar þóknanir í bankakerfinu hækkar líka úr 5,45 prósent -6,75 prósent. Þá verður afnuminn afsláttur sem bílaleigur hafa notið af almennum vörugjöldum bifreiða. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir bílaleigur að endurnýja flotann. Ráðist er í þessar aðgerðir í staðinn fyrir niðurskurð, en markmiðið er að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og það er dýrt að halda uppi velferðarkerfi. Í sérstöku frumvarpi um vörugjöld verður skattur á sykruð matvæli hækkaður, en fjármálaráðherra ákvað að láta það líka ná til sætuefna. Þannig að Kókið hækkar, en líka Diet Kókið, sem er með sætuefnum og laust við kaloríur. Og öll önnur matvæli sem innihalda sætuefni, eins og t.d Skyr.is. Hvers vegna nær þetta líka til sætuefna? Við spurðum Katrínu Júlíusdóttur að því í hádegisfréttum. Hún segir þetta í samræmi við tillögur starfshóps. Hækkunin er ekki mikil eða 210 krónur á kílóið af hreinum sykri. Vara sem inniheldur 10 prósent viðbætts sykurs ber því 21 krónu hækkun á hvert kíló. Í tilviki sætuefna eru 42 krónur fyrir hvert gramm af viðbættum sætuefnum. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ítarlegar skattahækkanir voru kynntar í nýju viðbótarfrumvarpi við fjárlögin á Alþingi í dag. Skattar á tóbak, áfengi, bífreiðar og sykur hækka, bensín hækkar líka. Markmiðið - að ná endum saman hjá ríkissjóði, en líka reyna að hafa áhrif á neyslu almennings. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, mælti í dag fyrir furmvarpi um sérstakar aðgerðir í ríkisfjármálum. Viðbætur við fjárlagafrumvarpið, í raun eins konar lokahnykk þess. VSK á gistingu hækkar úr 7 prósent í 14 prósent. Breytingin á að skilja milljarði á næsta ári, en sátt náðist um að miða hækkunina við 14 prósent frekar en 25,5 prósent. Þá er lögð til 20 prósent hækkun á tóbaksgjaldi. Og þá verður 100 prósent hækkun á neftóbakinu, íslenska ruddanum svokallaða, sem margir ungir karlmenn taka í vörina. Skilii sér þetta beint út í verðlag má reikna með að dolla af neftóbaki verði vel á annað þúsund krónur eftir þessar breytingar. Áfengisgjald hækkar um 4,6 prósent. Þetta skilar sér beint út í verðið á flöskunni í vínbúðunum. Bankaskatturinn svokallaði, sem er skattur ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja og allar skattskyldar þóknanir í bankakerfinu hækkar líka úr 5,45 prósent -6,75 prósent. Þá verður afnuminn afsláttur sem bílaleigur hafa notið af almennum vörugjöldum bifreiða. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir bílaleigur að endurnýja flotann. Ráðist er í þessar aðgerðir í staðinn fyrir niðurskurð, en markmiðið er að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og það er dýrt að halda uppi velferðarkerfi. Í sérstöku frumvarpi um vörugjöld verður skattur á sykruð matvæli hækkaður, en fjármálaráðherra ákvað að láta það líka ná til sætuefna. Þannig að Kókið hækkar, en líka Diet Kókið, sem er með sætuefnum og laust við kaloríur. Og öll önnur matvæli sem innihalda sætuefni, eins og t.d Skyr.is. Hvers vegna nær þetta líka til sætuefna? Við spurðum Katrínu Júlíusdóttur að því í hádegisfréttum. Hún segir þetta í samræmi við tillögur starfshóps. Hækkunin er ekki mikil eða 210 krónur á kílóið af hreinum sykri. Vara sem inniheldur 10 prósent viðbætts sykurs ber því 21 krónu hækkun á hvert kíló. Í tilviki sætuefna eru 42 krónur fyrir hvert gramm af viðbættum sætuefnum.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira