Viðskipti innlent

Rekstur Garðabæjar skilaði 352 milljóna afgangi

Rekstur Garðabæjar í fyrra var jákvæður um 352 milljónir kr. sem er langt yfir áætlun sem gerði ráð fyrir afgangi upp á 75 milljónir kr.

Þessa góðu niðurstöðu má fyrst og fremst rekja til hærri tekna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, sem eru m.a. til komnar vegna fjölgunar íbúa umfram spár, að því er segir í tilkynningu um uppgjörið.

Rekstrartekjur ársins námu 6.7 milljörðum kr. og rekstrargjöld með fjármagnsliðum voru tæplega 6.4 milljarðar kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×