Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandsbanka nam 1,9 milljörðum króna

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi á árinu 2011 var 13,9 milljarðar króna, samanborið við 17,8 milljarða árið 2010. Hagnaður ársins eftir skatta að teknu tilliti til einskiptisliða, s.s. væntra áhrifa gengislánadómsins og niðurfærslu á viðskiptavild, nam 1,9 milljörðum króna, samanborið við 29,4 milljarða 2010.

Eigið fé nam 123,7 milljörðum við árslok og jókst um tvö prósent á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall var 22,6 prósent, en heildareignir bankans námu 795,9 milljörðum króna.

Áhrif vegna gengislánadóms Hæstaréttar í síðasta mánuði eru metin á 12,1 milljarð króna. Arion banki mat áhrifin upp á 13,8 milljarða og Landsbankinn upp á 38 milljarða króna. Samtals nema áhrifin í uppgjörum stóru bankanna þriggja því 63,9 milljörðum króna.

Samandregin meginatriði úr uppgjöri Íslandsbanka má sjá hér að neðan.

• Hagnaður ársins eftir skatta af reglulegri starfsemi var 13,9 milljarðar, samanborið við 17,8

milljarða árið 2010. Hagnaður ársins eftir skatta að teknu tilliti til einskiptisliða, s.s. væntra

áhrifa gengislánadómsins og niðurfærslu á viðskiptavild, nam 1,9 milljörðum króna,

samanborið við 29,4 milljarða 2010.

• Á fjórða ársfjórðungi gætir áhrifa vegna virðisrýrnunar á viðskiptavild í kjölfar yfirtöku Byrs

sem veldur einskiptiskostnaði upp á 17,9 milljarða króna.

• Nettó gjaldfærsla vegna endurmats lánasafnsins nam 1,3 milljörðum króna, samanborið við

14,5 milljarða króna tekjufærslu á sama tímabil árið áður. Áætlaður kostnaður af dómi

Hæstaréttar um vaxtareikning gengislána frá því í febrúar nemur 12,1 milljarði króna. Enn

ríkir óvissa m.a. um fordæmisgildi dómsins og aðferð endurútreiknings.

• Arðsemi eiginfjár af reglulegri starfsemi eftir skatta var 11,0% á ársgrundvelli. Sé tekið tillit til

einskiptiskostnaðar var arðsemi eiginfjár 1,5%.

• Um 17.600 einstaklingar og 2.700 fyrirtæki hafa fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á

skuldum frá stofnun bankans sem nemur um 343 milljörðum króna.

• Heildareignir námu 795.9 milljörðum króna við árslok, samanborið við 683,2 milljarða árið

2010. Hækkunin skýrist af sameiningu Íslandsbanka og Byrs.

• Heildarinnlán námu 525,8 milljörðum króna við árslok, samanborið við 423,4 milljarða árið

2010.

• Stoðir undir fjármögnun voru styrktar þegar Íslandsbanki var fyrsti bankinn til að skrá

sértryggð skuldabréf að upphæð 4 milljarða króna á NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi.

• Eigið fé nam 123,7 milljörðum við árslok og jókst um 2% á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall var

22,6%, sem er töluvert umfram það 16% lágmark sem FME setur bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×