Viðskipti innlent

Meniga semur við Skandiabanken í Noregi

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið um heimilisfjármálahugbúnað sinn við Skandiabanken í Noregi. Meniga lausnin er nú orðin hluti af netbanka Skandiabanken og aðgengileg rúmlega 300 þúsund viðskiptavinum bankans og á innan við viku hafa yfir 10% netbankanotenda Skandiabanken hafið notkun á lausninni.

Í tilkynningu segir að samningurinn við Skandiabanken í Noregi er fyrsti samningur Meniga við erlendan banka en fyrirtækið vinnur einnig að sambærilegum verkefnum með bönkum í Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi.

„Samningurinn við Skandiabanken er stærsti áfanginn í sögu Meniga til þessa og kemur til með að skila fyrirtækinu umtalsverðum tekjum," segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga í tilkynningunni.

„Heimilisfjármálalausn Meniga er nú í fyrsta skipti aðgengileg viðskiptavinum banka utan Íslands. Reynslan af vinnunni með Skandiabanken mun nýtast Meniga vel við innleiðingu lausnarinnar hjá öðrum evrópskum bönkum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×