Viðskipti innlent

Staðfestir lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og hækkar grunneinkunn

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.
Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, Baa3, með neikvæðum horfum en einkunnin endurspeglar samvarandi einkunn Ríkissjóðs Íslands. „Þá hefur Moody's hækkað grunneinkunn Landsvirkjunar úr B2 í B1 vegna bættrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Í tilkynningu frá Moody's segir meðal annars að samfara staðfestingu á óbreyttri lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar (Baa3) hefur Moody's hækkað grunneinkunn Landsvirkjunar (Standalone einkunn eða Baseline Credit Assessment, BCA) úr B2 í B1. Ástæðan er bætt fjárhagstaða Landsvirkjunar þar sem sjóðstreymi hafi styrkst og lausafjárstaða batnað. Auk þess er tekið tillit til sterkrar fjárhagsstöðu og mikilvægi fyrirtækisins á íslenskum raforkumarkaði með stuðningi af sterku eignasafni til vinnslu á endurnýjanlegri orku."

Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir að hækkun grunneinkunnar sendi mikilvæg skilaboð sem sýni að fyrirtækið sé á réttri leið. „Landsvirkjun hefur unnið markvisst að því að draga úr skuldsetningu í kjölfar gangsetningar Kárahnjúkavirkjunar og bæta reksturinn. Þó er enn mikið verk óunnið en þrátt fyrir hækkun grunneinkunnar í B1 er hún enn 4 flokkum fyrir neðan lánshæfiseinkunnina, Baa3. Fyrirtækið er enn of skuldsett og verður áfram lögð áhersla á að lækka skuldir á næstu árum".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×