OR eflir áhættuvarnir sínar 26. janúar 2012 07:55 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt áhættustefnu fyrir rekstur fyrirtækisins. Jafnframt hefur verið komið á fót endurskoðunarnefnd stjórnar og samið um fjárhagslegar áhættuvarnir gagnvart sveiflum á álverði og vöxtum á erlendum lánum. Í tilkynningu segir að þetta sé í fyrsta sinn að stjórnin samþykkir heildstæða áhættustefnu fyrir reksturinn. Öllum rekstri fylgir áhætta og það er stefna stjórnar Orkuveitunnar að í allri starfsemi fyrirtækisins sé gætt að áhættu og með því stuðlað að ábyrgum og skilvirkum ákvörðunum og stjórnunarháttum. Stjórn Orkuveitunnar hefur einnig sett á fót endurskoðunarnefnd. Hlutverk hennar er meðal annars að hafa eftirlit með vinnulagi við reikningsskil og endurskoðun uppgjörs, eftirlit með innri endurskoðun Orkuveitunnar, áhættustýringu jafnframt því að meta hæfi ytri endurskoðenda fyrirtækisins. Leitað var samninga við fjármálafyrirtæki um áhættuvarnir. Samningar tókust við hollenska bankann ING og lítur Orkuveitan svo á að með samningnum sé lýst trausti á þá aðgerðaáætlun sem Orkuveitan starfar nú eftir. Óhagstæð þróun álverðs og gengis hefur nú minni áhrif á lausafjárþörf Orkuveitunnar en áður og styrkir stoðir aðgerðaáætlunarinnar. „Þessi skref sem stjórn hefur nú stigið miða öll í þá átt að auka stöðugleika og festu í rekstri Orkuveitunnar. Það er fyrirtækinu og orðspori þess líka afar mikilvægt að virt erlent fjármálafyrirtæki sýni stjórnun fyrirtækisins það traust að gera áhættuvarnasamning. Þar geta talsverðir fjármunir verið í húfi," segir Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt áhættustefnu fyrir rekstur fyrirtækisins. Jafnframt hefur verið komið á fót endurskoðunarnefnd stjórnar og samið um fjárhagslegar áhættuvarnir gagnvart sveiflum á álverði og vöxtum á erlendum lánum. Í tilkynningu segir að þetta sé í fyrsta sinn að stjórnin samþykkir heildstæða áhættustefnu fyrir reksturinn. Öllum rekstri fylgir áhætta og það er stefna stjórnar Orkuveitunnar að í allri starfsemi fyrirtækisins sé gætt að áhættu og með því stuðlað að ábyrgum og skilvirkum ákvörðunum og stjórnunarháttum. Stjórn Orkuveitunnar hefur einnig sett á fót endurskoðunarnefnd. Hlutverk hennar er meðal annars að hafa eftirlit með vinnulagi við reikningsskil og endurskoðun uppgjörs, eftirlit með innri endurskoðun Orkuveitunnar, áhættustýringu jafnframt því að meta hæfi ytri endurskoðenda fyrirtækisins. Leitað var samninga við fjármálafyrirtæki um áhættuvarnir. Samningar tókust við hollenska bankann ING og lítur Orkuveitan svo á að með samningnum sé lýst trausti á þá aðgerðaáætlun sem Orkuveitan starfar nú eftir. Óhagstæð þróun álverðs og gengis hefur nú minni áhrif á lausafjárþörf Orkuveitunnar en áður og styrkir stoðir aðgerðaáætlunarinnar. „Þessi skref sem stjórn hefur nú stigið miða öll í þá átt að auka stöðugleika og festu í rekstri Orkuveitunnar. Það er fyrirtækinu og orðspori þess líka afar mikilvægt að virt erlent fjármálafyrirtæki sýni stjórnun fyrirtækisins það traust að gera áhættuvarnasamning. Þar geta talsverðir fjármunir verið í húfi," segir Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira