Viðskipti innlent

Spá verulegri lækkun verðbólgunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiningardeild Arion banka spáir 0,7% lækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan lækka og verða 4,6% í júlí, samanborið við 5,4% í júní. Samkvæmt spánni eru það fyrst og fremst útsöluáhrif fata- og skóverslunar sem hafa mikil áhrif á spána, en áhrifin munu svo ganga til baka að öllu leyti í ágúst og september.

Bráðabirgðaspá fyrir næstu þrjá mánuði gefur þó lítið tilefni til bjartsýni þar sem umtalsverðar verðhækkanir verða að öllum líkindum í pípunum þegar komið er fram á haustið, þrátt fyrir að bráðabirgðaspáin geri ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×