Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 90. Þetta eru ívið fleiri samningar en nemur meðaltalinu síðustu 12 vikurnar en það eru 87 samningar á viku.
Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Af þessum 90 samningum voru 63 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.
Heildarveltan var rúmlega 2,5 milljarðar króna og meðalupphæð á samning rúmlega 28 milljónir króna. Bæði veltan og meðalupphæðin eru aðeins undir meðaltölum síðustu 12 vikna.
Fasteignamarkaðurinn réttir aðeins úr kútnum

Mest lesið

Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri
Viðskipti innlent

Risinn sem var of stór til að falla er fallinn
Viðskipti erlent

Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play
Viðskipti innlent


Þrjú ráðin til Landsbyggðar
Viðskipti innlent

Skattakóngurinn flytur úr landi
Viðskipti innlent


Gunnar Ágúst til Dineout
Viðskipti innlent

Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent

Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna
Viðskipti innlent