Greining Íslandsbanka spáir því að gengi krónunnar muni lækka áfram, að minnsta kosti fram á sumarið.
Þetta er svipuð þróun og varð á síðasta vetri en þá lækkaði gengið stöðugt frá nóvember og fram að júlí þegar hámarki ferðamannatímabilsins var náð. Greining reiknar með að sama sveifla verði þennan vetur en þó muni gengið ná lágmarki fyrr í ár en í fyrra. Frá nóvember í fyrra hefur gengi krónunnar lækkað um meir en 4%.
Fjallað er um málið í nýrri gengisspá greiningarinnar. Þar segir að talsverð sveifla sé vegna ferðamannagjaldeyris sem hefur tilhneigingu til að lækka gengi krónu á vetrarmánuðum en hækka hana á sumarmánuðum og fram á haustið. Þannig náði krónan sínu hæsta gildi innan ársins í nóvember bæði í fyrra og á árinu 2010.
Góðu fréttirnar eru hinsvegar að aflandsgengi krónunnar hefur verið að styrkjast að undanförnu. Þannig kostaði evran 260 krónur í nóvember s.l. en stendur nú í rúmum 250 krónum. Mikilvægt sé að aflandsgengið sé eins nálægt opinbera genginu og hægt er þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt.
Spá áframhaldandi gengislækkun

Mest lesið



Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin
Viðskipti innlent

SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar
Viðskipti erlent

Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“
Viðskipti erlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent

Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi
Viðskipti innlent

Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins
Lífið samstarf