Viðskipti innlent

Landsbankinn efnir til opinna funda

Á fundunum verður megináhersla lögð á atvinnusköpun og frumkvæði í atvinnulífinu. Þá munu fulltrúar ungra fyrirtækja ræða um reynsu sína.
Á fundunum verður megináhersla lögð á atvinnusköpun og frumkvæði í atvinnulífinu. Þá munu fulltrúar ungra fyrirtækja ræða um reynsu sína.
Landsbankinn efnir til átta opinna funda víða um land á næstu vikum. Stjórnendur bankans vilja ræða við viðskiptavini um stöðu bankans, stefnu hans og framtíð.

Landsbankinn hélt svipaða fundi á síðasta ári.

Á fundunum verður megináhersla lögð á atvinnusköpun og frumkvæði í atvinnulífinu. Þá munu fulltrúar ungra fyrirtækja ræða um reynslu sína.

Fyrsti fundurinn verður haldinn 14. febrúar á Sauðárkróki. Fundir verða síðan haldnir í Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Kópavogi, Snæfellsbæ, á Ísafirði, Selfossi og loks á Akureyri miðvikudaginn 29. febrúar.

Á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í fundaröðinni eru Valorka, Gagnavarslan, Sjávarleður og kvikmyndafyrirtækið Caoz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×