Viðskipti innlent

Samráð engu skilað

Ráðherra Fjármálaráðuneytið þarf að skila fjárlaganefnd greinargerð um málið fyrir lok árs. Katrín Júlíusdóttir er fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ráðherra Fjármálaráðuneytið þarf að skila fjárlaganefnd greinargerð um málið fyrir lok árs. Katrín Júlíusdóttir er fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ekkert hefur þokast í samningsviðræðum stjórnvalda og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samráðsnefnd aðilanna hefur ekki fundað frá því snemma í október.

Tillögur, sem meðal annars fela í sér hækkun á eftirlaunaaldri opinberra starfsmanna úr 65 árum í 67 ár, liggja fyrir í nefndinni. Samkvæmt þeim á að verða til eitt lífeyrissjóðakerfi í landinu í stað tveggja líkt og nú er. Vandamálið er að iðgjald sjóðsfélaga hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) dugar ekki til greiðslu á skuldbindingum. Stéttarfélögin neita að semja nema þær greiðslur séu tryggðar. Þegar svo háttar á launagreiðandinn, ríkið, að hækka framlag sitt til lífeyrissjóðsgreiðslna til að laga þessa stöðu. Á mánudag sendi fjárlaganefnd erindi til fjármálaráðuneytis þar sem því var gefið til loka desember til að skila greinargerð um hvernig ráðuneytið ætli að vinna úr vanda LSR.- þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×