Markaðsmisnotkun með FL-bréf rannsökuð Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. desember 2012 07:00 TM Tryggingamiðstöðin lagði peningamarkaðsinnlán inn í VBS og þau voru notuð til að kaupa hlutabréf í FL Group, sem var eigandi tryggingafélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EOL Meint markaðsmisnotkun VBS fjárfestingabanka, Stoða (áður FL Group) og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) með hlutabréf í FL Group í byrjun árs 2008 er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) eftir að slitastjórn VBS vísaði málinu þangað. Hún höfðaði einnig einkamál á hendur Stoðum og TM vegna málsins. Þingfesta átti það mál 27. nóvember síðastliðinn en áður en af því varð var samið um lyktir þess. Málavextir eru þeir að í upphafi ársins 2008 gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán sem síðan átti að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group. Í lok janúar og í byrjun febrúar 2008 lagði FL Group síðan inn 1,5 milljarða króna í formi peningamarkaðsinnlána. Síðar var dótturfélag þess, TM, látið taka við fjármögnuninni. Alls lagði TM inn í VBS rúma 2,3 milljarða króna í peningamarkaðsinnlánum í febrúar 2008. Hluti var notaður til að endurgreiða FL Group og afgangurinn að mestu notaður til að kaupa enn fleiri bréf í Stoðum. Skrifað var undir skaðleysisyfirlýsingu vegna þessa. Í henni fólst að FL Group myndi verja VBS fyrir öllu mögulegu tapi vegna viðskiptanna. Forsvarsmenn TM hafa ávallt neitað því að hafa vitað að peningamarkaðsinnlánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru. Áður en VBS fór í þrot endurgreiddi bankinn TM lánin með eignum. Slitastjórn VBS hefur höfðað riftunarmál vegna þeirra gjörninga. Samkvæmt gögnum sem Markaðurinn er með undir höndum gengu viðskiptin þannig fyrir sig að tveir miðlarar VBS sáu um hlutabréfakaupin og var tilgangurinn sá að reyna að halda gengi FL Group, sem þá stóð höllum fæti, yfir tíu krónum á hlut. Það tókst ekki til lengdar. Í lok júlí 2008 keypti Styrkur Invest, dótturfélag Baugs, öll hlutabréfin í FL Group sem VBS hafði keypt fyrir peningamarkaðsinnlán TM. Markaðsvirði þeirra var þá um 1,4 milljarðar króna og ljóst að mikið tap hafði myndast á viðskiptunum. Kaupin voru bæði gerð með lánsfé frá VBS. Bæði Baugur og Styrkur urðu síðan gjaldþrota árið 2009 og efndu því ekki gerða samninga. VBS tapaði þess vegna 2,2 milljörðum króna á þátttöku sinni í fléttunni og þess vegna ákvað slitastjórn VBS að stefna Stoðum og TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi auk þess verið sent til FME til rannsóknar þar sem slitastjórninni þyki ljóst að forsvarsmenn þeirra aðila sem komu að fléttunni hafi gerst sekir um saknæma og ólögmæta háttsemi þegar þeir reyndu að hafa áhrif á verð hlutabréfa á markaði með þeim hætti sem að ofan er lýst. Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Meint markaðsmisnotkun VBS fjárfestingabanka, Stoða (áður FL Group) og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) með hlutabréf í FL Group í byrjun árs 2008 er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) eftir að slitastjórn VBS vísaði málinu þangað. Hún höfðaði einnig einkamál á hendur Stoðum og TM vegna málsins. Þingfesta átti það mál 27. nóvember síðastliðinn en áður en af því varð var samið um lyktir þess. Málavextir eru þeir að í upphafi ársins 2008 gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán sem síðan átti að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group. Í lok janúar og í byrjun febrúar 2008 lagði FL Group síðan inn 1,5 milljarða króna í formi peningamarkaðsinnlána. Síðar var dótturfélag þess, TM, látið taka við fjármögnuninni. Alls lagði TM inn í VBS rúma 2,3 milljarða króna í peningamarkaðsinnlánum í febrúar 2008. Hluti var notaður til að endurgreiða FL Group og afgangurinn að mestu notaður til að kaupa enn fleiri bréf í Stoðum. Skrifað var undir skaðleysisyfirlýsingu vegna þessa. Í henni fólst að FL Group myndi verja VBS fyrir öllu mögulegu tapi vegna viðskiptanna. Forsvarsmenn TM hafa ávallt neitað því að hafa vitað að peningamarkaðsinnlánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru. Áður en VBS fór í þrot endurgreiddi bankinn TM lánin með eignum. Slitastjórn VBS hefur höfðað riftunarmál vegna þeirra gjörninga. Samkvæmt gögnum sem Markaðurinn er með undir höndum gengu viðskiptin þannig fyrir sig að tveir miðlarar VBS sáu um hlutabréfakaupin og var tilgangurinn sá að reyna að halda gengi FL Group, sem þá stóð höllum fæti, yfir tíu krónum á hlut. Það tókst ekki til lengdar. Í lok júlí 2008 keypti Styrkur Invest, dótturfélag Baugs, öll hlutabréfin í FL Group sem VBS hafði keypt fyrir peningamarkaðsinnlán TM. Markaðsvirði þeirra var þá um 1,4 milljarðar króna og ljóst að mikið tap hafði myndast á viðskiptunum. Kaupin voru bæði gerð með lánsfé frá VBS. Bæði Baugur og Styrkur urðu síðan gjaldþrota árið 2009 og efndu því ekki gerða samninga. VBS tapaði þess vegna 2,2 milljörðum króna á þátttöku sinni í fléttunni og þess vegna ákvað slitastjórn VBS að stefna Stoðum og TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi auk þess verið sent til FME til rannsóknar þar sem slitastjórninni þyki ljóst að forsvarsmenn þeirra aðila sem komu að fléttunni hafi gerst sekir um saknæma og ólögmæta háttsemi þegar þeir reyndu að hafa áhrif á verð hlutabréfa á markaði með þeim hætti sem að ofan er lýst.
Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira