Viðskipti innlent

Gjaldeyrisveltan á millibankamarkaðinum yfir 15 milljarðar

Heildarveltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri nam tæpum 15,4 milljörðum kr í nóvember s.l. sem er 2,4% minni velta en í fyrri mánuði.

Gjaldeyriskaup Seðlabankans námu tæpum tveim milljörðum kr. eða 12,7% af heildarveltu mánaðarins.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir einnig að meðalgengi evrunnar gagnvart krónu var 1,4% hærra í nóvember en í fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×