Viðskipti innlent

Þrjár hópuppsagnir tilkynntar í nóvember

Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvember 2012. Um er að ræða tvær tilkynningar um hópuppsagnir í útgerð og eina tilkynningu um hópuppsögn í rekstri veitingastaða.

Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 56 manns. Uppsagnirnar taka gildi í janúar og mars 2013.

Vinnumálastofnun hafa borist 9 tilkynningar um hópuppsagnir á tímabilinu janúar til nóvember 2012 þar sem 293 manns hefur verið sagt upp störfum, að því er segir á vefsíðu stofnunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×