Viðskipti innlent

Christensen vill að Íslendingar horfi til Singapore

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Christiansen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank.
Lars Christiansen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank.
Lars Christensen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank, segir að Íslendingar eigi að horfa til Singapore þegar kemur að því að ákveða peningastefnu. Margt sé líkt með Íslandi og Singapore. Til dæmis séu bæði ríkin fámenn, þótt Singapore sé tífalt stærra. Tekjur séu háar og hagkerfi í báðum ríkjum séu háð ytri aðstæðum. Íslenskir ráðamenn geti því lært mikið af Singapoore þegar kemur að því að bæta peningastefnuna. Stefna Singapore felur í sér fljótandi gjaldmiðil með takmörkunum.

Christensen segir að markmið með peningastefnu Singapore sé stöðugleiki til skamms tíma til að á fram stöðugum hagvexti. Singapore telur að valið á peningastefnunni henti vel hagkerfi sem sé þetta smátt og opið.

1. Singapore-dollarinn er tengdur gengi nokkurra mynta, helstu viðskiptaaðila.

2. Seðlabankinn í Singapore rekur tiltekna flotstjórn fyrir Singapore dollarann þar sem gjaldmiðillinn fær að fljóta innan fyrirfram ákveðinna marka.

3. Þau mörk eru í stöðugri skoðun til að tryggja að þau séu í samræmi við grunnstoðir hagkerfisins.

Lars Christensen segir því að Singapore dollarinn sé hvorki fljótandi né fastur. Peningastefnan sé ólík íslensku flotgengisstefnunni á þann hátt að Íslendingar hafi notað stýrivexti til að að ná verðbólgumarkmiði en Singapore notar gengismarkmið.

Í lok pistils síns nefnir Christensen uppáhalds knattspyrnuliðið sitt á Íslandi og segir „Áfram Stjarnan“.

Á bloggi Lars Christensen sem Alphaville á Financial Times setur hlekk á, má lesa meira um málið.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×