„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns Magnús Halldórsson skrifar 5. desember 2012 20:50 „Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað. Klinkið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað.
Klinkið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira