Viðskipti innlent

Mismunandi spár um þróun verðbólgunnar

Greiningardeildir bankanna telja allar að ársverðbólgan muni lækka lítilega í febrúar miðað við fyrri mánuð. Hinsvegar eru þær ekki sammála um hve mikið verðbólgan muni lækka.

Þannig spáir greining Íslandsbanka að verðbólgan lækki úr 6,5% og í 6,2%. Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólgan lækki í 6,3% en greining Arion banka býst við minnstu breytingunni, það er að verðbólgan lækki aðeins í 6,4%. Þar að auki teklur greining Arion banka að mikil verðbólga sé verði enn í pípunum næstu þrjá mánuði.

Verðbólgumæling Hagstofunnar verður kynnt á föstudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×