Hver stal kökunni? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. október 2012 12:37 Það var ekki ég Kristof Magnusson Mál og menning Kristof Magnusson er óþekkt nafn í íslenskum bókmenntaheimi, enda „Það var ekki ég" bara hans önnur bók, en hann ætti ekki að verða það mikið lengur. Viðfangsefni hans í Það var ekki ég ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga, þótt sögusviðið sé Chicago og nágrenni Hamborgar í Þýskalandi. Undirtitill sögunnar gæti nefnilega sem best verið: Hvernig tæma á banka innan frá, nokkuð sem hinum almenna Íslendingi hefur lengi leikið forvitni á að komast að hvernig er gert. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár, verðbréfamiðlarinn Jasper, heimsþekkti rithöfundurinn Henry og hinn þýski þýðandi bóka hins síðarnefnda, Meike. Þau skiptast á um að segja sögu sína í fyrstu persónu og þótt þau hafi aldrei hist í upphafi sögu fléttast leiðir þeirra og líf saman í gegnum aldeilis ótrúlega snjalla og skemmtilega fléttu sem kemur lesanda hvað eftir annað til að skella upp úr. Undirtónninn er þó grafalvarlegur því öll eru þau í alvarlegum krísum og tilraunir þeirra til að losa sig út úr þeim gera bara illt verra. En þrátt fyrir aumlegar aðstæður þeirra og endalaust klúður vekja þau samlíðan lesandans og hann fylgist spenntur með hvernig þau grafa sig dýpra og dýpra í snjóskafla eigin mistaka. Þau eru líka öll sérlega vel skrifaðar persónur og hvert þeirra hefur sína sérstöku rödd, nokkuð sem oft er ekki raunin í margradda skáldsögum. Sagan er kannski ekki sérstaklega trúverðug, erfitt að trúa því að einn lágt settur miðlari geti sett allt hagkerfi hins vestræna heims í uppnám og að metsöluhöfundur geti bara horfið af yfirborði jarðar án þess að nokkur láti sig það neinu varða, svo dæmi séu nefnd, en höfundur er svo slyngur sögumaður að lesandinn kaupir plottið frá fyrstu síðu og hrífst með í hringiðunni. Stíllinn er svo kapítuli út af fyrir sig. Leikandi léttur og ísmeygilegur, vottar hvergi fyrir uppskafningi né áreynslu og textinn rennur eins og rjómi í sérlega lipurlegri þýðingu Bjarna Jónssonar. Hrein unun að lesa svona vel unninn texta. Niðurstaða: Ískrandi skemmtileg og listilega stíluð saga með vel skrifuðum persónum og fléttu sem ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga. Gagnrýni Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Það var ekki ég Kristof Magnusson Mál og menning Kristof Magnusson er óþekkt nafn í íslenskum bókmenntaheimi, enda „Það var ekki ég" bara hans önnur bók, en hann ætti ekki að verða það mikið lengur. Viðfangsefni hans í Það var ekki ég ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga, þótt sögusviðið sé Chicago og nágrenni Hamborgar í Þýskalandi. Undirtitill sögunnar gæti nefnilega sem best verið: Hvernig tæma á banka innan frá, nokkuð sem hinum almenna Íslendingi hefur lengi leikið forvitni á að komast að hvernig er gert. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár, verðbréfamiðlarinn Jasper, heimsþekkti rithöfundurinn Henry og hinn þýski þýðandi bóka hins síðarnefnda, Meike. Þau skiptast á um að segja sögu sína í fyrstu persónu og þótt þau hafi aldrei hist í upphafi sögu fléttast leiðir þeirra og líf saman í gegnum aldeilis ótrúlega snjalla og skemmtilega fléttu sem kemur lesanda hvað eftir annað til að skella upp úr. Undirtónninn er þó grafalvarlegur því öll eru þau í alvarlegum krísum og tilraunir þeirra til að losa sig út úr þeim gera bara illt verra. En þrátt fyrir aumlegar aðstæður þeirra og endalaust klúður vekja þau samlíðan lesandans og hann fylgist spenntur með hvernig þau grafa sig dýpra og dýpra í snjóskafla eigin mistaka. Þau eru líka öll sérlega vel skrifaðar persónur og hvert þeirra hefur sína sérstöku rödd, nokkuð sem oft er ekki raunin í margradda skáldsögum. Sagan er kannski ekki sérstaklega trúverðug, erfitt að trúa því að einn lágt settur miðlari geti sett allt hagkerfi hins vestræna heims í uppnám og að metsöluhöfundur geti bara horfið af yfirborði jarðar án þess að nokkur láti sig það neinu varða, svo dæmi séu nefnd, en höfundur er svo slyngur sögumaður að lesandinn kaupir plottið frá fyrstu síðu og hrífst með í hringiðunni. Stíllinn er svo kapítuli út af fyrir sig. Leikandi léttur og ísmeygilegur, vottar hvergi fyrir uppskafningi né áreynslu og textinn rennur eins og rjómi í sérlega lipurlegri þýðingu Bjarna Jónssonar. Hrein unun að lesa svona vel unninn texta. Niðurstaða: Ískrandi skemmtileg og listilega stíluð saga með vel skrifuðum persónum og fléttu sem ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga.
Gagnrýni Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira