Viðskipti innlent

Laugar halda 300 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Leifsson er eigandi Lauga ehf. sem rekur World Class.
Björn Leifsson er eigandi Lauga ehf. sem rekur World Class.
Rekstrarfélag World Class, Laugar ehf, sem er í eigu Björns Leifssonar, var í dag sýknað af 300 milljóna króna kröfu þrotabús Þreks ehf. Þrek ehf var upphaflega rekstrarfélag World Class og í eigu Björns en félagið fór í þrot eftir bankahrun. Eignir þess voru þá færðar inn í Laugar ehf.

Samningur var gerður um sölu Lauga á 40% hlut í fasteigninni Suðurströnd 2-8 á Seltjarnarnesi til Þreks ehf. Kaupverðið yrði greitt með því að 300 milljóna króna skuld Lauga við Þrek yrði felld niður. Þrotabú Þreks heldur því hins vegar fram að Þrek hafi þá þegar átt þennan eignarhlut í fasteigninni og því hafi niðurfelling á 300 milljóna króna skuld verið gjafagerningur. Héraðsdómur taldi hins vegar að þrotabúi Þreks hafi ekki tekist að færa sönnur á að umræddur kaupsamningur hafi verið gerður til málamynda.

Umrætt mál er ekki eina málið sem höfðað hefur verið vegna breytinganna sem gerðar voru á rekstri World Class eftir hrun því að einn stærsti lánadrottinn, ALMC (áður Straumur) hefur höfðað mál vegna þess sem kallað hefur verið kennitöluflakk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×