Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja - fallast ekki á rök dómara 22. mars 2012 14:41 Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í olíusamráðsmálinu til Hæstaréttar. Dómarinn hélt því fram að félögin hafi ekki átt kost á að nýta sér andmælarétt í málinu þar sem að málið hafi á tímabili einnig verið til rannsóknar hjá lögreglu. Því hafi félögin átt það á hættu að upplýsingar sem þau veittu samkeppnisyfirvöldum kynnu að rata á borð lögregluyfirvalda og verið notaðar gegn þeim þar. „Við þessar aðstæður var andmælaréttur stefnenda lítils virði," segir í dómnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að ekki sé hægt að fallast á þetta og eru nokkur rök talin upp í því sambandi:„Olíufélögin komu öll í raun og veru að umfangsmiklum andmælum, bæði skriflega og munnlega, fyrir samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála.Ekki hefur verið bent á hver þau sjónarmið voru sem félögin vildu koma að í málinu til viðbótar en gátu ekki vegna þess að mál þeirra var á tímabili til rannsóknar á tveimur stöðum.Ekki er útskýrt í forsendum héraðsdóms gegn hvaða lagareglum eða -sjónarmiðum það brýtur að mál fyrirtækja geti samtímis verið til meðferðar fyrir stjórnvaldi og lögreglu. Bent var á í málinu að sú staða ein og sér að mál sé samhliða til meðferðar á tveimur stöðum fer ekki gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu eða íslenskra laga og var því til stuðnings vísað til umfjöllunar helstu fræðimanna á þessu sviði hér á landi.Í forsendum héraðsdóms er talsvert vísað til niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli nr. 92/2007 sem varðaði ákærur sem gefnar voru út á hendur forstjórum olíufélaganna. Það mál varðaði réttarstöðu einstaklinga í refsimáli sem rekið var á hendur þeim. Sú staða er gerólík réttarstöðu fyrirtækja eða lögaðila í stjórnsýslumáli af því tagi sem hér um ræðir.Olíufélögunum var ítrekað gefinn kostur á að tjá sig um alla þætti málsins meðan það var til rannsóknar, það samráð sem talið var ólögmætt og hverju það varðaði. Fyrirtækjum er frjálst að ákveða hvort þau nýta sér slíkan rétt. Samkeppnisyfirvöld beittu hvorki olíufélögin sjálf né neina starfsmenn þeirra neins konar þvingunum til að gefa upplýsingar enda er ekki á neitt slíkt bent í forsendum héraðsdóms." „Með vísan til þessa telja samkeppnisyfirvöld nú sem fyrr að rannsókn á máli olíufélaganna og málsmeðferðin öll hafi verið vönduð, réttinda málsaðila hafi verið gætt í hvívetna og því er ekki unnt að fallast á forsendur héraðsdóms fyrir því að málsmeðferðin hafi verði haldin ágalla vegna andmælaréttar sem leiði til ógildingar hans. Af þeim sökum mun dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verða áfrýjað til Hæstaréttar Íslands," segir í tilkynningunni. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í olíusamráðsmálinu til Hæstaréttar. Dómarinn hélt því fram að félögin hafi ekki átt kost á að nýta sér andmælarétt í málinu þar sem að málið hafi á tímabili einnig verið til rannsóknar hjá lögreglu. Því hafi félögin átt það á hættu að upplýsingar sem þau veittu samkeppnisyfirvöldum kynnu að rata á borð lögregluyfirvalda og verið notaðar gegn þeim þar. „Við þessar aðstæður var andmælaréttur stefnenda lítils virði," segir í dómnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að ekki sé hægt að fallast á þetta og eru nokkur rök talin upp í því sambandi:„Olíufélögin komu öll í raun og veru að umfangsmiklum andmælum, bæði skriflega og munnlega, fyrir samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála.Ekki hefur verið bent á hver þau sjónarmið voru sem félögin vildu koma að í málinu til viðbótar en gátu ekki vegna þess að mál þeirra var á tímabili til rannsóknar á tveimur stöðum.Ekki er útskýrt í forsendum héraðsdóms gegn hvaða lagareglum eða -sjónarmiðum það brýtur að mál fyrirtækja geti samtímis verið til meðferðar fyrir stjórnvaldi og lögreglu. Bent var á í málinu að sú staða ein og sér að mál sé samhliða til meðferðar á tveimur stöðum fer ekki gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu eða íslenskra laga og var því til stuðnings vísað til umfjöllunar helstu fræðimanna á þessu sviði hér á landi.Í forsendum héraðsdóms er talsvert vísað til niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli nr. 92/2007 sem varðaði ákærur sem gefnar voru út á hendur forstjórum olíufélaganna. Það mál varðaði réttarstöðu einstaklinga í refsimáli sem rekið var á hendur þeim. Sú staða er gerólík réttarstöðu fyrirtækja eða lögaðila í stjórnsýslumáli af því tagi sem hér um ræðir.Olíufélögunum var ítrekað gefinn kostur á að tjá sig um alla þætti málsins meðan það var til rannsóknar, það samráð sem talið var ólögmætt og hverju það varðaði. Fyrirtækjum er frjálst að ákveða hvort þau nýta sér slíkan rétt. Samkeppnisyfirvöld beittu hvorki olíufélögin sjálf né neina starfsmenn þeirra neins konar þvingunum til að gefa upplýsingar enda er ekki á neitt slíkt bent í forsendum héraðsdóms." „Með vísan til þessa telja samkeppnisyfirvöld nú sem fyrr að rannsókn á máli olíufélaganna og málsmeðferðin öll hafi verið vönduð, réttinda málsaðila hafi verið gætt í hvívetna og því er ekki unnt að fallast á forsendur héraðsdóms fyrir því að málsmeðferðin hafi verði haldin ágalla vegna andmælaréttar sem leiði til ógildingar hans. Af þeim sökum mun dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verða áfrýjað til Hæstaréttar Íslands," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira